Eitursvalur Ribery tryggði Bayern ótrúlegan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2008 22:07 Ribery fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Bongarts Það var nágrannaslagur af bestu gerð í fjórðungsúrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld er Bayern München tók á móti 1860 München. 1860 leikur í þýsku 2. deildinni og fékk því sjaldgæft tækifæri til að vinna stóra bróðir í München. Staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því framlengt. Allt útlit var fyrir að vítaspyrnukeppni þyrfti til að knýja fram úrslit en þegar hálf mínúta var til leiksloka dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu á 1860. Brotið var á Miroslav Klose en endursýning í sjónvarpinu sýndi að brotið var á honum utan teigs. Frakkinn Franck Ribery tók vítið og skoraði og byrjaði eðlilega að fagna. Dómarinn flautaði og dæmdi að endurtaka skyldi spyrnuna þar sem leikmaður Bayern hljóp inn í teiginn áður en Ribery tók spyrnuna. Ribery fór því öðru sinni á vítapunktinn. Hann lét stressið ekki á sig fá og vippaði á mitt markið en markvörður 1860 fór í annað hornið. Þar með tryggði hann Bayern sigur og sæti í undanúrslitum keppninnar. Þrjú rauð spjöld litu dagsins ljós í leiknum. Luca Toni, leikmaður Bayern, fékk sitt síðara gula spjald á 84. mínútu leiksins en tveir leikmenn 1860, Schwarz og Thorandt, fengu rautt í framlengingunni. Fyrr í kvöld vann Wolfsburg sigur á Hamburger SV, 2-1, í framlengdum leik. Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Það var nágrannaslagur af bestu gerð í fjórðungsúrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld er Bayern München tók á móti 1860 München. 1860 leikur í þýsku 2. deildinni og fékk því sjaldgæft tækifæri til að vinna stóra bróðir í München. Staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því framlengt. Allt útlit var fyrir að vítaspyrnukeppni þyrfti til að knýja fram úrslit en þegar hálf mínúta var til leiksloka dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu á 1860. Brotið var á Miroslav Klose en endursýning í sjónvarpinu sýndi að brotið var á honum utan teigs. Frakkinn Franck Ribery tók vítið og skoraði og byrjaði eðlilega að fagna. Dómarinn flautaði og dæmdi að endurtaka skyldi spyrnuna þar sem leikmaður Bayern hljóp inn í teiginn áður en Ribery tók spyrnuna. Ribery fór því öðru sinni á vítapunktinn. Hann lét stressið ekki á sig fá og vippaði á mitt markið en markvörður 1860 fór í annað hornið. Þar með tryggði hann Bayern sigur og sæti í undanúrslitum keppninnar. Þrjú rauð spjöld litu dagsins ljós í leiknum. Luca Toni, leikmaður Bayern, fékk sitt síðara gula spjald á 84. mínútu leiksins en tveir leikmenn 1860, Schwarz og Thorandt, fengu rautt í framlengingunni. Fyrr í kvöld vann Wolfsburg sigur á Hamburger SV, 2-1, í framlengdum leik.
Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira