Rosberg vill í toppslaginn með Williams 28. febrúar 2008 14:22 Nico Rosberg hefur staðið sig vel á æfingum í Barcelona síðustu daga. Bæði Nico Rosberg og Kazuki Nakajima óku geysilega vel á æfingum í Barcelona í vikunni. Hraði Nakajima hefur komið mörgum á óvart og Rosberg er í fantaformi sem fyrr. Báðir eru synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna og Rosberg telur það til hagsbóta fyrir Formúlu 1 að kappaksturs-eðlið gengur í erfðir. Nico Rosberg: Það er frábært fyrir Formúlu 1 að þessi þróun er raunveruleiki, að synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna eru að ná fótestu í sömu íþrótt. Það er gaman hvað það er mikið jafnræði með okkur Kazuki. Áttu möguleika á sigri í mótum? Nico Rosberg: Trúlega ekki að svo komnu máli. Ferrari og McLaren eru sterkustu liðin, en á eftir koma Renault, BMW, Red Bull og Williams. Það er þéttur hópur og verður hörð barátta. Með heppni gæti ég náð verðlaunasæti. Er svekkjandi að hafa ekki sigurbíl undir höndum? Nico Rosberg: Nei. Ég held að það verði rauninn á næsta ári, að við getum unnið einstökm mót. Maður verður að sýna sjálfum sér og liðinu þolinmæði. Ég hef unnið í öllum mótaröðum sem ég hef tekið þátt í og sætti mig við stöðuna eins og hún er. Það samt stundum skrítið að vakna á morgnanna og vita að ég á ekki möguleika á sigri, vegna að þess að bíllinn til þess er ekki til staðar. En koma tímar, koma ráð. Ég vonast til að komast á toppinn þó síðar verði og vonandi með Williams.” sjá nánar á www.kappakstur.is Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bæði Nico Rosberg og Kazuki Nakajima óku geysilega vel á æfingum í Barcelona í vikunni. Hraði Nakajima hefur komið mörgum á óvart og Rosberg er í fantaformi sem fyrr. Báðir eru synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna og Rosberg telur það til hagsbóta fyrir Formúlu 1 að kappaksturs-eðlið gengur í erfðir. Nico Rosberg: Það er frábært fyrir Formúlu 1 að þessi þróun er raunveruleiki, að synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna eru að ná fótestu í sömu íþrótt. Það er gaman hvað það er mikið jafnræði með okkur Kazuki. Áttu möguleika á sigri í mótum? Nico Rosberg: Trúlega ekki að svo komnu máli. Ferrari og McLaren eru sterkustu liðin, en á eftir koma Renault, BMW, Red Bull og Williams. Það er þéttur hópur og verður hörð barátta. Með heppni gæti ég náð verðlaunasæti. Er svekkjandi að hafa ekki sigurbíl undir höndum? Nico Rosberg: Nei. Ég held að það verði rauninn á næsta ári, að við getum unnið einstökm mót. Maður verður að sýna sjálfum sér og liðinu þolinmæði. Ég hef unnið í öllum mótaröðum sem ég hef tekið þátt í og sætti mig við stöðuna eins og hún er. Það samt stundum skrítið að vakna á morgnanna og vita að ég á ekki möguleika á sigri, vegna að þess að bíllinn til þess er ekki til staðar. En koma tímar, koma ráð. Ég vonast til að komast á toppinn þó síðar verði og vonandi með Williams.” sjá nánar á www.kappakstur.is
Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira