NBA í nótt: Boston fyrst í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2008 08:46 Kevin Garnett reynir hér að komast framhjá Antonio McDyess. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics varð í nótt fyrsta liðið í NBA-deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðið vann sigur á Detroit, 90-78, í uppgjöri toppliðanna í austrinu. Boston gaf aldrei færi á sér í leiknum og leiddi frá upphafi til enda. Boston er nú með besta árangur allra liðanna í deildinni og með fjögurra leikja forystu á Detroit í austrinu. Kevin Garnett var með 31 stig í leiknum og var vitanlega ánægður með sigurinn. „Þetta var risastór leikur fyrir okkur og vissum við það strax frá upphafi tímabilsins að þessi leikur yrði mikilvægur." Kendrick Perkins fór einnig mikinn í liði Boston en hann tók 20 fráköst auk þess sem hann skoraði tíu stig. Hjá Detroit voru þeir Rasheed Wallace og Chauncey Billups stigahæstir með 23 stig hvor. Houston vann sinn sextánda leik í röð í nótt er liðið vann sigur á Indiana, 117-99. Tracy McGrady var stigahæstur með 25 stig en Houston hefur nú unnið 20 af síðustu 21 leik sínum í deildinni. LeBron James skoraði 50 stig í nótt er Cleveland vann sigur á New York, 119-105. Auk þess átti hann tíu stoðsendingar, tók átta fráköst og stal fjórum boltum. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem James skorar 50 stig og hefur hann skorað 95 stig í tveimur leikjum gegn New York á tímabilinu. Charlotte batt enda á fjögurra leikja sigurhrinu Golden State með sigri í leik liðanna í nótt, 118-109. Jason Richardson fór á kostum gegn sínu gamla liði og skoraði 42 stig. Golden State á í harðri baráttu við Denver um áttunda sætið í vestrinu en Denver vann í nótt góðan sigur á Phoenix, 126-113. Allen Iverson var með 31 stig og tólf stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 30 stigum auk þess sem hann tók þrettán fráköst. LA Clippers vann Sacramento, 116-109, í tvíframlengdum leik en fyrir leikinn hafði liðið tapað sex leikjum í röð. Utah vann sinn sautjánda heimaleik í röð en liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 105-76. Úrslit annarra leikja í nótt: Orlando Magic - Washington Wizards 122-92Toronto Raptors - Miami Heat 108-83 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 101-116 Seattle Supersonics - Milwaukee Bucks 106-118 New Jersey Nets - Memphis Grizzlies 93-100 Staðan í deildinni NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira
Boston Celtics varð í nótt fyrsta liðið í NBA-deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðið vann sigur á Detroit, 90-78, í uppgjöri toppliðanna í austrinu. Boston gaf aldrei færi á sér í leiknum og leiddi frá upphafi til enda. Boston er nú með besta árangur allra liðanna í deildinni og með fjögurra leikja forystu á Detroit í austrinu. Kevin Garnett var með 31 stig í leiknum og var vitanlega ánægður með sigurinn. „Þetta var risastór leikur fyrir okkur og vissum við það strax frá upphafi tímabilsins að þessi leikur yrði mikilvægur." Kendrick Perkins fór einnig mikinn í liði Boston en hann tók 20 fráköst auk þess sem hann skoraði tíu stig. Hjá Detroit voru þeir Rasheed Wallace og Chauncey Billups stigahæstir með 23 stig hvor. Houston vann sinn sextánda leik í röð í nótt er liðið vann sigur á Indiana, 117-99. Tracy McGrady var stigahæstur með 25 stig en Houston hefur nú unnið 20 af síðustu 21 leik sínum í deildinni. LeBron James skoraði 50 stig í nótt er Cleveland vann sigur á New York, 119-105. Auk þess átti hann tíu stoðsendingar, tók átta fráköst og stal fjórum boltum. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem James skorar 50 stig og hefur hann skorað 95 stig í tveimur leikjum gegn New York á tímabilinu. Charlotte batt enda á fjögurra leikja sigurhrinu Golden State með sigri í leik liðanna í nótt, 118-109. Jason Richardson fór á kostum gegn sínu gamla liði og skoraði 42 stig. Golden State á í harðri baráttu við Denver um áttunda sætið í vestrinu en Denver vann í nótt góðan sigur á Phoenix, 126-113. Allen Iverson var með 31 stig og tólf stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 30 stigum auk þess sem hann tók þrettán fráköst. LA Clippers vann Sacramento, 116-109, í tvíframlengdum leik en fyrir leikinn hafði liðið tapað sex leikjum í röð. Utah vann sinn sautjánda heimaleik í röð en liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 105-76. Úrslit annarra leikja í nótt: Orlando Magic - Washington Wizards 122-92Toronto Raptors - Miami Heat 108-83 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 101-116 Seattle Supersonics - Milwaukee Bucks 106-118 New Jersey Nets - Memphis Grizzlies 93-100 Staðan í deildinni
NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira