Englendingurinn Nick Dougherty hefur forystu á meistaramóti Malasíu í golfi en hann lék á tíu höggum undir pari á fyrsta hringnum.
Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi en Dougherty er með tveggja högga forystu á landa sinn, Simon Dyson.
Dougherty byrjaði á því að fá fjóra fugla á fyrstu fjóru holunum, þá sex pör í röð og svo sex fugla á síðustu átta holunum.
Darren Clarke frá Norður-Írlandi lék á 69 höggum og er í 36.-52. sæti á mótinu.
Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal þátttakenda á mótinu.