Eiður: Mourinho góður kostur fyrir Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 14:18 Eiður Smári fagnar marki í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við útvarpsstöð í Barcelona að hann teldi að Jose Mourinho myndi standa sig vel hjá Barcelona. Þetta er haft eftir honum á íþróttavefnum goal.com. „Mourinho er mjög góð persóna og ber ég mikla virðingu fyrir honum." Hann sagði þó að samband Mourinho við Börsunga væri að mörgu leyti sérstakt. „Hann starfaði hérna þegar Robson var með liðið, lét ýmis orð falla og stóð í ýmsu með Rikjaard þegar Barcelona og Chelsea mættust." Eiður segir þó að hann væri mjög ánægður hjá Barcelona undir stjórn Rijkaard. „Við erum með mjög góðan þjálfara og þetta lið getur vel unnið titla. Ég ber mjög mikið traust til hans." „Deildin og Meistaradeildin eru alveg jafn mikilvægar keppnir hvað mig varðar en við þurfum að vinna einn titil á þessu tímabili - jafnvel tvo." „Við getum líka unnið bikarkeppnina og svo líka einn mikilvægan titil. Það er þar að auki ekki hægt að útiloka að vinna alla þrjá." Hann segir að sóknarþungi Börsunga gæti fleytt liðinu langt. „Henry verður frábær hjá Barcelona en ekki sami Henry og var hjá Arsenal. Við höfum mikla trú á honum." „Ronaldinho? Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni og þegar það gerist þarf hann stuðning og hvatningu okkar hinna. Mér finnst gagnrýnin sem hann fékk of mikil þar sem hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð." „Hann hefur verið að bæta sig í undanförnum leikjum og virðist hamingjusamari. Ég er viss um að hann komist í sitt besta form aftur og þurfum við þess nú þegar að Messi er meiddur." Eiður hefur fengið að spila af og til í vetur en segist engu að síður hamingjusamur hjá félaginu. „Samingur minn nær til næstu tveggja ára og mun ég vera hér þar til ég get það ekki lengur. Það eru vissulega stundum vonbrigði að fá ekki að spila, sérstaklega þar sem ég náði nokkrum góðum leikjum í röð þar sem ég var að komast í mitt besta form." Spænski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við útvarpsstöð í Barcelona að hann teldi að Jose Mourinho myndi standa sig vel hjá Barcelona. Þetta er haft eftir honum á íþróttavefnum goal.com. „Mourinho er mjög góð persóna og ber ég mikla virðingu fyrir honum." Hann sagði þó að samband Mourinho við Börsunga væri að mörgu leyti sérstakt. „Hann starfaði hérna þegar Robson var með liðið, lét ýmis orð falla og stóð í ýmsu með Rikjaard þegar Barcelona og Chelsea mættust." Eiður segir þó að hann væri mjög ánægður hjá Barcelona undir stjórn Rijkaard. „Við erum með mjög góðan þjálfara og þetta lið getur vel unnið titla. Ég ber mjög mikið traust til hans." „Deildin og Meistaradeildin eru alveg jafn mikilvægar keppnir hvað mig varðar en við þurfum að vinna einn titil á þessu tímabili - jafnvel tvo." „Við getum líka unnið bikarkeppnina og svo líka einn mikilvægan titil. Það er þar að auki ekki hægt að útiloka að vinna alla þrjá." Hann segir að sóknarþungi Börsunga gæti fleytt liðinu langt. „Henry verður frábær hjá Barcelona en ekki sami Henry og var hjá Arsenal. Við höfum mikla trú á honum." „Ronaldinho? Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni og þegar það gerist þarf hann stuðning og hvatningu okkar hinna. Mér finnst gagnrýnin sem hann fékk of mikil þar sem hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð." „Hann hefur verið að bæta sig í undanförnum leikjum og virðist hamingjusamari. Ég er viss um að hann komist í sitt besta form aftur og þurfum við þess nú þegar að Messi er meiddur." Eiður hefur fengið að spila af og til í vetur en segist engu að síður hamingjusamur hjá félaginu. „Samingur minn nær til næstu tveggja ára og mun ég vera hér þar til ég get það ekki lengur. Það eru vissulega stundum vonbrigði að fá ekki að spila, sérstaklega þar sem ég náði nokkrum góðum leikjum í röð þar sem ég var að komast í mitt besta form."
Spænski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira