Handbolti

Haukar unnu Stjörnuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Haukum unnu góðan sigur í dag.
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Haukum unnu góðan sigur í dag.

Haukar endurheimtu fjögurra stiga forskot á toppi N1-deildar karla með fjögurra marka sigri á Stjörnunni, 32-28.

Sigurinn var sanngjarn enda voru Haukar með frumkvæðið í leiknum og byggðu sigur sinn á góðum varnarleik. Stjörnumenn gáfust þó ekki upp og náðu að saxa eitthvað á forskot Haukana en án þess þó að ógna sigri Haukanna.

Sigurbergur Sveinsson var markahæstur Hauka með ellefu mörk en Freyr Brynjarsson kom næstur með sex mörk. Kári Kristjánsson skoraði fimm mörk og þeir Elías Már Halldórsson og Andri Stefan voru með þrjú mörk hver.

Hjá Stjörnunni var Vilhjálmur Halldórsson markahæstur með níu mörk en þeir Kristján Kristjánsson, Björgvin Hólmgeirsson og Ólafur Víðir Ólafsson skoruðu fjögur mörk hver.

Magnús Sigmundsson varði fjórtán skot í marki Hauka en hjá Stjörnunni varði Roland Eradze níu skot og Hlynur Morthens sjö.

Haukar eru á toppnum með 30 stig en Stjarnan er í fimmta sæti með 22 stig, tíu stigum á undan Akureyringum sem koma næstir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×