Körfubolti

Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Phoenix

Tim Duncan og Shaquille O´Neal
Tim Duncan og Shaquille O´Neal NordcPhotos/GettyImages

Phoenix Suns vann í nótt mjög mikilvægan sigur á erkifjendum sínum í San Antonio í NBA deildinni og hlaut með því nokkra uppreisn æru eftir erfiða tíma síðustu daga.

Gengi Phoenix hafði ekki verið gott síðan það fékk til sín miðherjann Shaquille O´Neal, en sá sýndi á sér sparihliðarnar í 94-87 sigri Phoenix á meisturunum í gær - aðeins þremur dögum eftir 36. afmælisdag sinn.

Steve Nash skoraði 19 stig og gaf 14 stoðsendingar fyrir Phoenix, Grant Hill skoraði 18, Amare Stoudemire 16 (11 frák) og Shaquille O´Neal 14 stig og 16 fráköst.

Manu Ginobili skoraði 22 stig fyrir San Antonio, Tony Parker 21 og Tim Duncan var með 17 stig og 10 fráköst.

Toppliðið í Vesturdeildinni, LA Lakers, tapaði mjög óvænt heima fyrir Sacramento 114-113. Beno Udrih skoraði 25 stig fyrir Sacramento en Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 25 stig, hirti 7 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Bryant fékk tækifæri til að tryggja Lakers sigurinn með síðasta skotinu en það geigaði.

Philadelphia vann fjórða leik sinn í röð með því að skella Milwaukee á útivelli 119-97, Toronto lagði Seattle heima 114-106 og Detroit vann loksins sigur á Chicago eftir sex töp í röð í einvígi liðanna 116-109.

Staðan í NBA 

Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×