Átökin um ESB 12. mars 2008 10:16 Umræðan um mögulega ESB-inngöngu Íslendinga hefur tekið fjörkipp á síðustu dögum. Svokallaðir hagsmunaaðilar öskra hver af öðrum í þá veru að Ísland verði vart bissnesslífinu bjóðandi ef menn fari ekki að halla sér að ESB og evru. Í þessu ljósi verður forvitnilegt í meira lagi að fylgjast með pólitískum svipbrigðum stjórnarflokkanna á næstu mánuðum og misserum. Munu stjórnarherrarnir geta unað saman í sundurlyndi Evrópuumræðunnar? Ingibjörg Sólrún sagði í Mannamáli á sunnudag, aðspurð um neikvæða afstöðu sjálfstæðisforystunnar til ESB-aðildar að þar væri á ferðinni einhver "arfur af misskilinni þjóðernispólitík." Já. Það er fast skotið. Augljóst er af orðum Ingibjargar Sólrúnar að Samfylkingin mun gera Evrópumálin að einu helsta kosningamáli flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Með öðrum orðum; eftir 3 ár verður kosið um aðild að Evrópusambandinu. Mogginn segir í leiðara í dag: "Það er mál út af fyrir sig, að þessi orð formanns Samfylkingarinnar jafngilda yfirlýsingu um að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar haldi ekki áfram að loknum næstu þingkosningunum." Já. Pólitíska stórspurningin á Íslandi í dag er þessi: Þorir Samfylkingin að halda Evrópupólitík sinni til streitu - og fara alla leið? Um hitt er líka spurt: Þorir Sjálfstæðisflokkurinn að halda Evrópumálunum utan dagskrár fram yfir næstu kosningar? Það er undiralda ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun
Umræðan um mögulega ESB-inngöngu Íslendinga hefur tekið fjörkipp á síðustu dögum. Svokallaðir hagsmunaaðilar öskra hver af öðrum í þá veru að Ísland verði vart bissnesslífinu bjóðandi ef menn fari ekki að halla sér að ESB og evru. Í þessu ljósi verður forvitnilegt í meira lagi að fylgjast með pólitískum svipbrigðum stjórnarflokkanna á næstu mánuðum og misserum. Munu stjórnarherrarnir geta unað saman í sundurlyndi Evrópuumræðunnar? Ingibjörg Sólrún sagði í Mannamáli á sunnudag, aðspurð um neikvæða afstöðu sjálfstæðisforystunnar til ESB-aðildar að þar væri á ferðinni einhver "arfur af misskilinni þjóðernispólitík." Já. Það er fast skotið. Augljóst er af orðum Ingibjargar Sólrúnar að Samfylkingin mun gera Evrópumálin að einu helsta kosningamáli flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Með öðrum orðum; eftir 3 ár verður kosið um aðild að Evrópusambandinu. Mogginn segir í leiðara í dag: "Það er mál út af fyrir sig, að þessi orð formanns Samfylkingarinnar jafngilda yfirlýsingu um að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar haldi ekki áfram að loknum næstu þingkosningunum." Já. Pólitíska stórspurningin á Íslandi í dag er þessi: Þorir Samfylkingin að halda Evrópupólitík sinni til streitu - og fara alla leið? Um hitt er líka spurt: Þorir Sjálfstæðisflokkurinn að halda Evrópumálunum utan dagskrár fram yfir næstu kosningar? Það er undiralda ... -SER.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun