Hamilton: Það var heiður að vinna með Alonso 13. mars 2008 10:59 NordcPhotos/GettyImages Svo virðist sem Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að rétta fyrrum félaga sínum Fernando Alonso hjá Renault sáttarhönd eftir harðar deilur þeirra á síðasta tímabili. Hamilton segir að það hafi verið mikill heiður fyrir sig á síðasta tímabili að aka sem nýliði við hlið hins tvöfalda heimsmeistara þegar þeir voru saman hjá McLaren liðinu. "Það er sannur heiður að fá að aka við hlið manns sem maður er búinn að líta upp til þegar maður er nýliði. Ef maður lítur á þetta þannig, er synd og skömm að hann skuli ekki vera hjá okkur enn," sagði Bretinn ungi. Alonso virðist einnig hafa linast nokkuð og hann hrósaði Hamilton á dögunum. "Þegar ég skipti um lið og gekk í raðir McLaren á sínum tíma var Lewis alveg nýr í Formúlu 1. Hann var samt alltaf að koma með nýjar hugmyndir og það er gott að hafa slíka menn með sér. Við erum ekki lengur í sama liði en við munum keppa á móti hvor öðrum í sitt hvoru liðinu og það er ný áskorun," sagði Alonso. Hamilton virðist þó ætla að eiga mun betra samband við nýja félagann sinn, Finnann Heikki Kovalainen. "Hann er mikill keppnismaður og við eigum eftir að ná fram því besta í hvor öðrum. Hann hefur verið duglegri en nokkur maður sem ég hef séð við æfingar og við spilum þess utan tennis og körfubolta og stundum þrekþjálfun sman," sagði Hamilton. Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Svo virðist sem Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að rétta fyrrum félaga sínum Fernando Alonso hjá Renault sáttarhönd eftir harðar deilur þeirra á síðasta tímabili. Hamilton segir að það hafi verið mikill heiður fyrir sig á síðasta tímabili að aka sem nýliði við hlið hins tvöfalda heimsmeistara þegar þeir voru saman hjá McLaren liðinu. "Það er sannur heiður að fá að aka við hlið manns sem maður er búinn að líta upp til þegar maður er nýliði. Ef maður lítur á þetta þannig, er synd og skömm að hann skuli ekki vera hjá okkur enn," sagði Bretinn ungi. Alonso virðist einnig hafa linast nokkuð og hann hrósaði Hamilton á dögunum. "Þegar ég skipti um lið og gekk í raðir McLaren á sínum tíma var Lewis alveg nýr í Formúlu 1. Hann var samt alltaf að koma með nýjar hugmyndir og það er gott að hafa slíka menn með sér. Við erum ekki lengur í sama liði en við munum keppa á móti hvor öðrum í sitt hvoru liðinu og það er ný áskorun," sagði Alonso. Hamilton virðist þó ætla að eiga mun betra samband við nýja félagann sinn, Finnann Heikki Kovalainen. "Hann er mikill keppnismaður og við eigum eftir að ná fram því besta í hvor öðrum. Hann hefur verið duglegri en nokkur maður sem ég hef séð við æfingar og við spilum þess utan tennis og körfubolta og stundum þrekþjálfun sman," sagði Hamilton.
Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira