Hriplek vörn varð Börsungum að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. mars 2008 21:18 Leikmenn Valencia fagna einu marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn er Valencia vann verðskuldaðan sigur á Barcelona, 3-2, í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Eiður átti mjög fínan leik í liði Börsunga og var einn fárra í liðinu sem komst sæmilega vel frá sínu. Það var fyrst og fremst mikill klunnaskapur í varnarleik liðsins sem varð því að falli í dag. Fyrsta mark Valencia var reyndar glæsilegt en fyriliði liðsins, Ruben Baraja, átti þá fast skot utan vítateigs sem söng efst í markhorninu fær. Skiptu engu þó hann væri umvafinn varnarmönnum Barcelona. Markið kom á 17. mínútu en gestirnir voru engu að síður meira með boltann. Það gekk þó heldur illa að byggja upp almennilegar sóknir en þess í stað beittu heimamenn stórhættulegum skyndisóknum. Táningurinn Juan Mata bætti svo við öðru marki skömmu áður en hálfleikurinn var flautaður af. Eftir mikinn darraðadans þar sem þeir Puyol, Milito og Toure féllu nánast hver um annan barst boltinn á Mata sem kláraði færið örugglega. Svipaða sögu var að segja af síðari hálfleiknum en meira líf færðist í sóknarleik Börsunga eftir að Toure fór af velli og Thierry Henry kom inn á í hans stað. Sylvinho kom einnig inn á fyrir Abidal og það var samvinna varamannanna sem skilaði fyrra marki Börsunga. Sylvinho gaf þá laglega sendingu sem Henry skallaði í stöngina og inn. En sjónvarpsmennirnir spænsku voru varla búnir að endursýna markið þegar að Valencia skoraði öðru sinni og endurheimti þar með tveggja marka forskot sitt. David Silva átti þá sendingu frá hægri sem barst á Mata sem náði að koma honum í markið þó svo að varnarmenn Börsunga voru ágætlega staðsettir fyrir framan markið. Samuel Eto'o átt alls ekki góðan dag en hann skoraði þó annað mark Börsunga þegar um tíu míntútur voru til leiksloka. Hann fékk þá boltann á vítateigslínunni og náði að klára færið vel. Börsungar reyndu hvað þeir gátu til að skora jöfnunarmarkið og þar með tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn en allt kom fyrir ekki. Valencia mætir Getafe í úrslitum spænsku bikarkeppninnar. Spænski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn er Valencia vann verðskuldaðan sigur á Barcelona, 3-2, í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Eiður átti mjög fínan leik í liði Börsunga og var einn fárra í liðinu sem komst sæmilega vel frá sínu. Það var fyrst og fremst mikill klunnaskapur í varnarleik liðsins sem varð því að falli í dag. Fyrsta mark Valencia var reyndar glæsilegt en fyriliði liðsins, Ruben Baraja, átti þá fast skot utan vítateigs sem söng efst í markhorninu fær. Skiptu engu þó hann væri umvafinn varnarmönnum Barcelona. Markið kom á 17. mínútu en gestirnir voru engu að síður meira með boltann. Það gekk þó heldur illa að byggja upp almennilegar sóknir en þess í stað beittu heimamenn stórhættulegum skyndisóknum. Táningurinn Juan Mata bætti svo við öðru marki skömmu áður en hálfleikurinn var flautaður af. Eftir mikinn darraðadans þar sem þeir Puyol, Milito og Toure féllu nánast hver um annan barst boltinn á Mata sem kláraði færið örugglega. Svipaða sögu var að segja af síðari hálfleiknum en meira líf færðist í sóknarleik Börsunga eftir að Toure fór af velli og Thierry Henry kom inn á í hans stað. Sylvinho kom einnig inn á fyrir Abidal og það var samvinna varamannanna sem skilaði fyrra marki Börsunga. Sylvinho gaf þá laglega sendingu sem Henry skallaði í stöngina og inn. En sjónvarpsmennirnir spænsku voru varla búnir að endursýna markið þegar að Valencia skoraði öðru sinni og endurheimti þar með tveggja marka forskot sitt. David Silva átti þá sendingu frá hægri sem barst á Mata sem náði að koma honum í markið þó svo að varnarmenn Börsunga voru ágætlega staðsettir fyrir framan markið. Samuel Eto'o átt alls ekki góðan dag en hann skoraði þó annað mark Börsunga þegar um tíu míntútur voru til leiksloka. Hann fékk þá boltann á vítateigslínunni og náði að klára færið vel. Börsungar reyndu hvað þeir gátu til að skora jöfnunarmarkið og þar með tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn en allt kom fyrir ekki. Valencia mætir Getafe í úrslitum spænsku bikarkeppninnar.
Spænski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira