Körfubolti

Paul og West með stórleik í sigri New Orleans

New Orleans situr óvænt í efsta sæti í ógnarsterkri Vesturdeildinni
New Orleans situr óvænt í efsta sæti í ógnarsterkri Vesturdeildinni NordcPhotos/GettyImages

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Stjörnuleikmennirnir David West og Chris Paul fóru mikinn í sigri New Orleans á Indiana, en New Orleans er í efsta sæti Vesturdeildarinnar.

New Orleans vann 114-106 sigur í Indiana þar sem David West skoraði 35 stig og hirti 16 fráköst og Chris Paul var með 31 stig og 14 stoðsendingar. Danny Granger skoraði 26 stig fyrir Indiana.

San Antonio vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti Orlando úti 107-97. Manu Ginobili skoraði 28 stig fyrir meistarana, Michael Finley 24 og Tim Duncan var með 19 stig og 15 fráköst. Dwight Howard skoraði 24 stig og hirti 21 frákast fyrir Orlando og var þetta í 8. sinn í vetur sem hann nær tvennu með 20+ stigum og 20+ fráköstum.

Chicago lagði Atlanta á heimavelli sínum 103-94. Drew Gooden skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst fyrir Chicago en Josh Childress skoraði 22 fyrir Atlanta.

Dallas lagði LA Clippers 103-90. Josh Howard skoraði 32 stig fyrir Dallas en Corey Maggette skoraði 21 fyrir Clippers.

Utah lagði Charlotte 128-106 á heimavelli. Carlos Boozer skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah, Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst og Deron Williams skoraði 14 stig og gaf 15 stoðsendingar. Jason Richardson skoraði 26 stig fyrir Charlotte og Gerandl Wallace 21 stig.

Loks vann Portland auðveldan sigur á Washington 102-82 þar sem Martell Webster var stigahæstur heimamanna með 23 stig en Caron Butler skoraði 19 stig fyrir Washington. Brandon Roy þurfti að fara af velli hjá Portland meiddur á nára og óvíst er hve lengi hann verður frá keppni.

Staðan í Austur- og Vesturdeild

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×