Körfubolti

Nowitzki er á góðum batavegi

NordcPhotos/GettyImages

Svo gæti farið að Þjóðverjinn Dirk Nowitzki geti farið aftur að spila fyrr en áætlað var eftir að hann meiddist á hné og ökkla í leik gegn San Antonio á sunnudaginn.

Dallas Morning News greinir frá því í dag að læknisskoðun hafi leitt í ljós að meiðslin hafi ekki verið eins alvarleg og óttast var í fyrstu og til greina komi að hann verði jafnvel búinn að ná sér eftir um tvær vikur.

Meiðsli á borð við þau sem Nowitzki hlaut kosta leikmenn venjulega 3-6 vikur á hliðarlínunni.

"Ég hef ekki heyrt annað en honum miði vel," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas, en hann stýrði liðinu til sigurs gegn LA Clippers í nótt án Nowitzki.

"Þetta þýðir þó ekki að hann sé að fara að snúa aftur strax, en hann er í góðum málum á miðað við meiðslin sem hann hlaut. Hann verður væntanlega fljótur að ná sér eins og venjulega," sagði Johnson.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×