Mourinho er í viðræðum við Inter

Jose Mourinho er í viðræðum við Inter um að gerast næsti knattspyrnustjóri ítalska félagsins. Þetta er haft eftir ráðgjafa hans í viðtali við Reuters fréttastofuna. Mourinho er 44 ára gamall og hætti störfum hjá Chelsea í fyrra.