Körfubolti

Snæfell í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Justin Shouse, leikmaður Snæfells.
Justin Shouse, leikmaður Snæfells. Víkurfréttir/Jón Björn

Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla eftir sigur á Njarðvík, 76-63.

Þar með vann Snæfell einvígið, 2-0, en staðan í hálfleik var 37-32, heimamönnum í vil.

Justin Shouse skoraði 21 stig fyrir Snæfell, Slobodan Subasic fjórtán og þeir Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson tólf hvor.

Hjá Njarðvík skoraði Damon Bailey 21 stig, Brenton Birmingham tólf og þeir Egill Jónasson og Guðmundur Jónsson ellefu hvor.

Þá er nú hálfleikur í viðureign ÍR og KR í Seljaskóla þar sem heimamenn hafa yfir, 39-38, í æsispennandi viðureign.

KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu lengst af en góður leikkafli undir lok hálfleiksins gerði það að verkum að ÍR náði forystunni, 35-33.

ÍR vann fyrstu viðureign liðanna í fjórðungsúrslitunum og getur því með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitunum.

Nate Brown er stigahæstur ÍR-inga með ellefu stig en Hreggviður Magnússon hefur skoraði níu stig og Sveinbjörn Claessen sjö.

Hjá KR er Avi Fogel stigahæstur með átta stig og Joshua Helm er næstur með sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×