KR tryggði sér oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 21:57 Pálmi Sigurgeirssons skoraði gríðarlega mikilvægan þrist í lok framlengingarinnar. Nate Brown fylgist hér með honum. Mynd/Arnþór KR tryggði sér í kvöld oddaleik gegn ÍR í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með sigri í framlengdum og æsispennandi leik, 86-80. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en ÍR-ingar í þeim síðari. Þeir náðu mest tíu stiga forskoti en Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp og náðu á lokamínútu framlengingarinnar að síga fram úr og sigra, 86-80. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu lengst af en góður leikkafli undir lok hálfleiksins gerði það að verkum að ÍR náði forystunni, 35-33, og leiddu í hálfleik, 39-38. ÍR vann fyrstu viðureign liðanna í fjórðungsúrslitunum og hefði því með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitunum gegn annað hvort Grindavík eða Skallagrími. Litlu mátti muna að ÍR-ingar tækju öll völd á vellinum í þriðja leikhluta en mestur varð munurinn tíu stig, 55-45, þegar fjórar mínútur voru til loka leikhlutans. Mestu munaði um að Nate Brown skoraði þrjár þriggja stiga körfur fyrir ÍR en tvívegis náðu KR-ingar að svara í sömu mynt í næstu sókn og neituðu þar með að gefast upp. Staðan var 60-55 þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Enn virtust ÍR-ingar ætla að sigla fram úr og voru á góðri leið með að endurheimta tíu stiga forystu en klaufaskapur í sóknarleik liðsins gerði það að verkum að KR vann boltann. Avi Fogel setti niður þrist og minnkaði muninn aftur í fimm stig. KR-ingar gengu á lagið og náðu að jafna metin, 68-68, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. KR fékk tvö góð tækifæri til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Leikurinn var í járnum en KR náði að jafna metin, 73-73, þegar aðeins sex sekúndur voru til leiksloka. Þar við stóð og því framlengt. Leikurinn var áfram í járnum í framlengingunni þar til Pálmi Sigurgeirsson setti niður þrist og breytti stöðunni í 82-79. Helm náði svo að gulltryggja sigurinn með körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka, 84-80. Lokatölur svo 86-80. Avi Fogel skoraði 23 stig fyrir KR og Joshua Helm fjórtán. Hjá ÍR var Nate Brown stigahæstur með 25 stig, Tahirou Sani skoraði átján, Sveinbjörn Claessen sextán og Hreggviður Magnússon fimmtán. Vítanýting beggja liða var slæm í leiknum en sérstaklega hjá KR sem nýtti aðeins tólf af 23 vítaköstum sínum í leiknum. Sem betur fer fyrir þá kom það ekki að sök í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á fimmtudagskvöldið í KR-heimilinu. Dominos-deild karla Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
KR tryggði sér í kvöld oddaleik gegn ÍR í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með sigri í framlengdum og æsispennandi leik, 86-80. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en ÍR-ingar í þeim síðari. Þeir náðu mest tíu stiga forskoti en Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp og náðu á lokamínútu framlengingarinnar að síga fram úr og sigra, 86-80. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu lengst af en góður leikkafli undir lok hálfleiksins gerði það að verkum að ÍR náði forystunni, 35-33, og leiddu í hálfleik, 39-38. ÍR vann fyrstu viðureign liðanna í fjórðungsúrslitunum og hefði því með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitunum gegn annað hvort Grindavík eða Skallagrími. Litlu mátti muna að ÍR-ingar tækju öll völd á vellinum í þriðja leikhluta en mestur varð munurinn tíu stig, 55-45, þegar fjórar mínútur voru til loka leikhlutans. Mestu munaði um að Nate Brown skoraði þrjár þriggja stiga körfur fyrir ÍR en tvívegis náðu KR-ingar að svara í sömu mynt í næstu sókn og neituðu þar með að gefast upp. Staðan var 60-55 þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Enn virtust ÍR-ingar ætla að sigla fram úr og voru á góðri leið með að endurheimta tíu stiga forystu en klaufaskapur í sóknarleik liðsins gerði það að verkum að KR vann boltann. Avi Fogel setti niður þrist og minnkaði muninn aftur í fimm stig. KR-ingar gengu á lagið og náðu að jafna metin, 68-68, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. KR fékk tvö góð tækifæri til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Leikurinn var í járnum en KR náði að jafna metin, 73-73, þegar aðeins sex sekúndur voru til leiksloka. Þar við stóð og því framlengt. Leikurinn var áfram í járnum í framlengingunni þar til Pálmi Sigurgeirsson setti niður þrist og breytti stöðunni í 82-79. Helm náði svo að gulltryggja sigurinn með körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka, 84-80. Lokatölur svo 86-80. Avi Fogel skoraði 23 stig fyrir KR og Joshua Helm fjórtán. Hjá ÍR var Nate Brown stigahæstur með 25 stig, Tahirou Sani skoraði átján, Sveinbjörn Claessen sextán og Hreggviður Magnússon fimmtán. Vítanýting beggja liða var slæm í leiknum en sérstaklega hjá KR sem nýtti aðeins tólf af 23 vítaköstum sínum í leiknum. Sem betur fer fyrir þá kom það ekki að sök í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á fimmtudagskvöldið í KR-heimilinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum