Sigrar hjá United og Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2008 20:35 Wayne Roony fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP Manchester United og Barcelona unnu í kvöld góða útisigra í fyrri viðureignum liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann AS Roma á Ítalíu, 2-0, með mörkum Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. Í Þýskalandi vann Barcelona 1-0 sigur á Schalke en táningurinn Bojan Krkic skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu. Það þýðir að United og Barcelona eru í góðum málum fyrir síðari viðureign liðanna sem fara fram á miðvikudaginn í næstu viku. Edwin van der Sar var í byrjunarliði United á nýjan leik og var Ji-Sung Park stillt upp á miðjunni í stað Ryan Giggs. Anderson var einnig í byrjunarliðinu, á kostnað Carlos Tevez. Francesco Totti var ekki með Roma í kvöld eins og fram hafði komið en Vucinic kom í byrjunarliðið í hans stað. Rómverjar voru öflugri í byrjun leiksins en liðin áttu þó bæði sín hálffæri. United varð reyndar fyrir áfalli snemma leiks er Nemanja Vidic meiddist og kom John O'Shea inn í hans stað. Skömmu síðar kom svo markið. Cristiano Ronaldo kom á fleygiferð inn í teginn og skallaði fyrirgjöf Paul Scholes í markið af miklum krafti. Vucinic fékk síðan gott færi til að jafna leikinn skömmu síðar en skot hans geigaði. Skömmu síðar átti Cristiano Panucci gott færi en hitti ekki markið. Rómverjar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og átti Max Tonetto gott skot að marki sem fór hins vegar rétt framhjá. En það voru hins vegar leikmenn United sem nýttu færin sín. Wes Brown átti fyrirgjöf sem Park skallaði aftur í teiginn þar sem boltinn datt fyrir Wayne Rooney sem kom knettinum á endanum í netið. Skömmu síðar átti Ronaldo skot í utanverða stöngina en 3-0 sigur í Róm hefði fleytt United langleiðina í undanúrslitin. 2-0 var hins vegar niðurstaðan en leikmenn United geta engu að síður vel við unað. Bojan Krkic skorar mark Börsunga í leiknum.Nordic Photos / Bongarts Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í byrjunarliði Börsunga í kvöld sem stillti þeim Eto'o, Bojan og Henry upp í sóknarlínunni. Börsungar byrjuðu betur í leiknum og voru ekki nema tólf mínútur að skora fyrsta markið. Andrés Iniesta átti þá góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna og Theirry Henry skaut að marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, náði hins vegar ekki að halda boltanum sem skaust aftur til Henry. Hann gaf boltann fyrir markið þar sem Bojan var aleinn og skoraði í autt markið. Börsungar gerðu vel til að verjast lengst af í fyrri hálfleik en heimamenn voru öflugri í þeim síðari, án þess þó að ná að skora. Halil Altintop átti skot að marki sem hafði viðkomu í varnarmanni en hitti ekki markið snemma í fyrri hálfleik og þá átti Sören Larsen skalla rétt fram hjá marki Börsunga. En allt kom fyrir ekki og Börsungar fögnuðu dýrmætum sigri í Þýskalandi. Eiður Smári sat á varamannabekk liðsins allan leikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Manchester United og Barcelona unnu í kvöld góða útisigra í fyrri viðureignum liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann AS Roma á Ítalíu, 2-0, með mörkum Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. Í Þýskalandi vann Barcelona 1-0 sigur á Schalke en táningurinn Bojan Krkic skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu. Það þýðir að United og Barcelona eru í góðum málum fyrir síðari viðureign liðanna sem fara fram á miðvikudaginn í næstu viku. Edwin van der Sar var í byrjunarliði United á nýjan leik og var Ji-Sung Park stillt upp á miðjunni í stað Ryan Giggs. Anderson var einnig í byrjunarliðinu, á kostnað Carlos Tevez. Francesco Totti var ekki með Roma í kvöld eins og fram hafði komið en Vucinic kom í byrjunarliðið í hans stað. Rómverjar voru öflugri í byrjun leiksins en liðin áttu þó bæði sín hálffæri. United varð reyndar fyrir áfalli snemma leiks er Nemanja Vidic meiddist og kom John O'Shea inn í hans stað. Skömmu síðar kom svo markið. Cristiano Ronaldo kom á fleygiferð inn í teginn og skallaði fyrirgjöf Paul Scholes í markið af miklum krafti. Vucinic fékk síðan gott færi til að jafna leikinn skömmu síðar en skot hans geigaði. Skömmu síðar átti Cristiano Panucci gott færi en hitti ekki markið. Rómverjar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og átti Max Tonetto gott skot að marki sem fór hins vegar rétt framhjá. En það voru hins vegar leikmenn United sem nýttu færin sín. Wes Brown átti fyrirgjöf sem Park skallaði aftur í teiginn þar sem boltinn datt fyrir Wayne Rooney sem kom knettinum á endanum í netið. Skömmu síðar átti Ronaldo skot í utanverða stöngina en 3-0 sigur í Róm hefði fleytt United langleiðina í undanúrslitin. 2-0 var hins vegar niðurstaðan en leikmenn United geta engu að síður vel við unað. Bojan Krkic skorar mark Börsunga í leiknum.Nordic Photos / Bongarts Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í byrjunarliði Börsunga í kvöld sem stillti þeim Eto'o, Bojan og Henry upp í sóknarlínunni. Börsungar byrjuðu betur í leiknum og voru ekki nema tólf mínútur að skora fyrsta markið. Andrés Iniesta átti þá góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna og Theirry Henry skaut að marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, náði hins vegar ekki að halda boltanum sem skaust aftur til Henry. Hann gaf boltann fyrir markið þar sem Bojan var aleinn og skoraði í autt markið. Börsungar gerðu vel til að verjast lengst af í fyrri hálfleik en heimamenn voru öflugri í þeim síðari, án þess þó að ná að skora. Halil Altintop átti skot að marki sem hafði viðkomu í varnarmanni en hitti ekki markið snemma í fyrri hálfleik og þá átti Sören Larsen skalla rétt fram hjá marki Börsunga. En allt kom fyrir ekki og Börsungar fögnuðu dýrmætum sigri í Þýskalandi. Eiður Smári sat á varamannabekk liðsins allan leikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti