Pólstjörnusmyglarar segja manninn í Færeyjum saklausan Óli Tynes skrifar 6. apríl 2008 19:15 Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Heimildir fréttastofunnar herma að íslensk yfirvöld telji hann hafa flækst inn í málið af tilviljun og fyrir kjánaskap. Maðurinn á færeyskan afa sem hann heimsækir oft. Hann á einnig færeyska kærustu. Hann var staddur þar í heimsókn þegar Pólstjörnusmyglararnir hringdu í hann. Einn smyglaranna er æskuvinur hans. Þeir sögðu honum að þeir ættu í vandræðum vegna bilunar og hvort þeir fengju að gista hjá honum. Hann leyfði þeim það. Karen Kjartansdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu tók ítarlegt viðtal við Pólstjörnusmyglarana, þar sem þeir lýsa því margsinnis yfir að það sem þeir harmi mest er að æskuvinurinn í Færeyjum skyldi flækjast inn í málið. Hann hafi ekki átt neinn þátt í smyglinu og aðeins verið að gera vini sínum greiða með því að geyma fyrir hann pakka. Samt hafi hann fengið langverstu meðferðina. Meðal annars hafi hann verið hafður í einangrunarvist í tæpa sex mánuði. Það er lengra en þeir sátu í einangrun allir til samans. Og enn er hann geymdur í einangrun í Færeyjum löngu eftir að búið er að rétta yfir og dæma alla sem tengdust málinu hér á landi. Viðtal Karenar má sjá á vísir.is Yfirvöld í Færeyjum hafa tekið hart á málinu. Eiginlega er réttara að tala þar um dönsk yfirvöld. Þótt Færeyingar hafi sjálfstjórn fara Danir með dóms- og lögreglumál. Saksóknarinn er dönsk kona og lögreglustjórinn sömu leiðis. Saksóknarinn segir að hún muni krefjast þyngstu mögulegu refsingar yfir manninum og hún muni ekki sætta sig við minna en tíu til fjórtán ár. Pólstjörnumálið Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Heimildir fréttastofunnar herma að íslensk yfirvöld telji hann hafa flækst inn í málið af tilviljun og fyrir kjánaskap. Maðurinn á færeyskan afa sem hann heimsækir oft. Hann á einnig færeyska kærustu. Hann var staddur þar í heimsókn þegar Pólstjörnusmyglararnir hringdu í hann. Einn smyglaranna er æskuvinur hans. Þeir sögðu honum að þeir ættu í vandræðum vegna bilunar og hvort þeir fengju að gista hjá honum. Hann leyfði þeim það. Karen Kjartansdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu tók ítarlegt viðtal við Pólstjörnusmyglarana, þar sem þeir lýsa því margsinnis yfir að það sem þeir harmi mest er að æskuvinurinn í Færeyjum skyldi flækjast inn í málið. Hann hafi ekki átt neinn þátt í smyglinu og aðeins verið að gera vini sínum greiða með því að geyma fyrir hann pakka. Samt hafi hann fengið langverstu meðferðina. Meðal annars hafi hann verið hafður í einangrunarvist í tæpa sex mánuði. Það er lengra en þeir sátu í einangrun allir til samans. Og enn er hann geymdur í einangrun í Færeyjum löngu eftir að búið er að rétta yfir og dæma alla sem tengdust málinu hér á landi. Viðtal Karenar má sjá á vísir.is Yfirvöld í Færeyjum hafa tekið hart á málinu. Eiginlega er réttara að tala þar um dönsk yfirvöld. Þótt Færeyingar hafi sjálfstjórn fara Danir með dóms- og lögreglumál. Saksóknarinn er dönsk kona og lögreglustjórinn sömu leiðis. Saksóknarinn segir að hún muni krefjast þyngstu mögulegu refsingar yfir manninum og hún muni ekki sætta sig við minna en tíu til fjórtán ár.
Pólstjörnumálið Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira