Körfubolti

ÍR vann eftir framlengingu í Keflavík

Elvar Geir Magnússon skrifar
ÍR-ingar sjást hér fagna eftir að hafa sent KR í sumarfrí í síðustu viku.
ÍR-ingar sjást hér fagna eftir að hafa sent KR í sumarfrí í síðustu viku.

ÍR-ingar unnu glæstan sigur gegn Keflavík á útivelli í kvöld. Þetta var fyrsti leikur þessara liða í undanúrslitaeinvígi á Íslandsmótinu. Leikurinn endaði 87-92 eftir framlengingu.

ÍR var fjórum stigum yfir í hálfleik en að loknum venjulegum leiktíma var staðan jöfn 78-78. Nate Brown tryggði ÍR framlengingu með því að skora á lokasekúndunni.

Virkilega mikilvægur útisigur hjá ÍR en liðin eigast næst við í íþróttahúsi Seljaskóla. Tahirou Sani skoraði 19 stig fyrir ÍR en Nate Brown var með 17 og Hreggviður Magnússon 15. Stigahæstur hjá Keflavík var BA Walker sem skoraði 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×