Ný réttarskipan rædd eftir dóm Birgis Páls 17. apríl 2008 00:01 Mál Birgis Páls hefur vakið pólitíska umræðu um færeyskt réttarfar. Ráðherra dómsmála telur að Færeyingar verði að koma sér upp sinni eigin réttarskipan. Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við færeyska ríkisútvarpið. Tiltók hún sérstaklega þá venju að fangar sitji í langri einangrunarvist, en ítrekaði að um pólitíska umræðu væri að ræða. Hún telur lítinn möguleika á að breyta þessu á meðan Færeyingar búa við danskt réttarfar. Dómurinn yfir Birgi Páli Marteinssyni er kveikja umræðunnar. Mörgum þykir hann of strangur og enn fleiri setja spurningarmerki við þá löngu einangrunarvist sem Birgir Páll mátti sæta. Hann sat 200 daga í varðhaldi, þar af 168 í einangrun í tvennu lagi, þar með talið síðustu 134 dagana. Birgi var sleppt úr einangrun, en þegar upp komst að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu var hann færður í einangrun aftur. Færeyjadeild Amnesty International hefur gagnrýnt einangrunarvistina og hyggur á rannsókn á því hvernig einangrun er beitt í færeyskum fangelsum. „Við teljum langa einangrunarvist, eins og í tilfelli Birgis Páls, vera ákveðna tegund pyntingar,“ segir Firouz Gaini, formaður deildarinnar. „Hún getur haft mjög alvarlegar sálrænar og félagslegar afleiðingar fyrir viðkomandi.“ Amnesty International hefur gagnrýnt dönsk stjórnvöld fyrir beitingu einangrunarvistar. Firouz segir að Amnesty telji að einangrun eigi að vera neyðarúrræði. „Við teljum að einangrunarvist eigi að vera, ef ekki bönnuð algjörlega, þá bundin við neyðartilfelli.“ Olavur Jákup Kristoffersen, verjandi Birgis, segir mikla umræðu hafa skapast í Færeyjum í kjölfar dóms hans. „Menn eru ýmist að ræða um lengd dómsins eða lengd einangrunarvistarinnar. Almennt talið finnst mönnum einangrunin allt of löng. Færeyingar eru vanir löngum dómum í fíkniefnamálum, en mörgum ofbýður lengd þessa dóms,“ segir Olavur. Firouz tekur undir þetta. Linda Hesselberg, saksóknari í máli Birgis, varaði í færeyska útvarpinu við því að lengd einangrunarvistar verði settar hömlur, slíkt geti líka haft afleiðingar í för með sér. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort refsingunni verður áfrýjað. Olavur Jákup segir venju að nýta til fulls þann frest sem gefinn er, eða tvær vikur.kolbeinn@frettabladid.is Pólstjörnumálið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við færeyska ríkisútvarpið. Tiltók hún sérstaklega þá venju að fangar sitji í langri einangrunarvist, en ítrekaði að um pólitíska umræðu væri að ræða. Hún telur lítinn möguleika á að breyta þessu á meðan Færeyingar búa við danskt réttarfar. Dómurinn yfir Birgi Páli Marteinssyni er kveikja umræðunnar. Mörgum þykir hann of strangur og enn fleiri setja spurningarmerki við þá löngu einangrunarvist sem Birgir Páll mátti sæta. Hann sat 200 daga í varðhaldi, þar af 168 í einangrun í tvennu lagi, þar með talið síðustu 134 dagana. Birgi var sleppt úr einangrun, en þegar upp komst að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu var hann færður í einangrun aftur. Færeyjadeild Amnesty International hefur gagnrýnt einangrunarvistina og hyggur á rannsókn á því hvernig einangrun er beitt í færeyskum fangelsum. „Við teljum langa einangrunarvist, eins og í tilfelli Birgis Páls, vera ákveðna tegund pyntingar,“ segir Firouz Gaini, formaður deildarinnar. „Hún getur haft mjög alvarlegar sálrænar og félagslegar afleiðingar fyrir viðkomandi.“ Amnesty International hefur gagnrýnt dönsk stjórnvöld fyrir beitingu einangrunarvistar. Firouz segir að Amnesty telji að einangrun eigi að vera neyðarúrræði. „Við teljum að einangrunarvist eigi að vera, ef ekki bönnuð algjörlega, þá bundin við neyðartilfelli.“ Olavur Jákup Kristoffersen, verjandi Birgis, segir mikla umræðu hafa skapast í Færeyjum í kjölfar dóms hans. „Menn eru ýmist að ræða um lengd dómsins eða lengd einangrunarvistarinnar. Almennt talið finnst mönnum einangrunin allt of löng. Færeyingar eru vanir löngum dómum í fíkniefnamálum, en mörgum ofbýður lengd þessa dóms,“ segir Olavur. Firouz tekur undir þetta. Linda Hesselberg, saksóknari í máli Birgis, varaði í færeyska útvarpinu við því að lengd einangrunarvistar verði settar hömlur, slíkt geti líka haft afleiðingar í för með sér. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort refsingunni verður áfrýjað. Olavur Jákup segir venju að nýta til fulls þann frest sem gefinn er, eða tvær vikur.kolbeinn@frettabladid.is
Pólstjörnumálið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira