Körfubolti

Jakob: Ég var bara mikið opinn

Jakob var sjóðandi heitur í fyrri hálfleik
Jakob var sjóðandi heitur í fyrri hálfleik

"Það er gaman að koma heim og spila með gömlu félögunum fyrir framan fjölskyldu og vini," sagði Jakob Sigurðarson hjá KR eftir sigurinn á ÍR í kvöld.

Jakob fór mikinn í fyrri hálfleiknum þegar hann skoraði 24 af 29 stigum sínum og gat leyft sér að hvíla mikið í þeim síðari þegar KR var þegar búið að tryggja sér 97-56 stórsigur á ÍR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

"Ég var bara mikið opinn. Við fengum mikið af opnum langskotum og sniðskotum í kjölfar þess að við spiluðum góða vörn og fengum hraðaupphlaup," sagði Jakob.

En megum við eiga von á því að Jakob verði svona grimmur í stigaskorun í vetur?

"Ég á ekkert frekar von á því að þetta sé eitthvað sem á eftir að gerast mikið í vetur, en ef það gerist, þá bara gerist það. Við spilum bara á fullu og sá sem er opinn tekur þessi skot," sagði Jakob.

Mikið er talað um að Íslandsmeistaratitillinn sé aðeins formsatriði fyrir KR eftir að liðið bætti við sig landsliðsmönnunum Jakobi og Jóni Arnóri Stefánssyni sem ekki lék með liðinu í kvöld.

"Ég held að sé alltaf pressa í vesturbænum. Krafan er alltaf að vinna titla og það breytist ekkert. Við ætlum að reyna að vinna alla titla sem í boði eru," sagði Jakob.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×