NBA: Phoenix lagði San Antonio 30. október 2008 09:22 Steve Nash og Terry Porter þjálfari náðu sigri í San Antonio NordicPhotos/GettyImages Fjöldi leikja var á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 103-98 og hefndi þar fyrir tapið gegn heimamönnum í úrslitakeppninni í vor. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix, Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst og Steve Nash var með 13 stig og 13 stoðsendingar. Þetta var jafnframt fyrsti sigur þjálfarans Terry Porter með Phoenix. Tim Duncan og Tony Parker skoruðu 32 stig hvor fyrir San Antonio, sem verður án Argentínumannsins Manu Ginobili fyrstu vikur tímabilsins. Toronto vann góðan útisigur á Philadelphia þar sem nýjustu leikmenn beggja liða voru í sviðsljósinu, þeir Elton Brand hjá Philadelphia og Jermaine O´Neal hjá Toronto. Chris Bosh var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 11 fráköst og Jermaine O´Neal skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Lou Williams skoraði 16 stig fyrir heimamenn og Elton Brand skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Atlanta vann öruggan sigur á Orlando á útivelli 99-85. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Dwight Howard var með 22 stig og 15 fráköst hjá Orlando. New Jersey lagði Washington á útivelli 95-85. Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey en þeir Caron Butler og Antawn Jamison skoruðu 14 stig hvor fyrir Washington. Mike D´Antoni stýrði New York til sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfari liðsins þegar það lagði Miami 120-115. Dwyane Wade skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en Jamaal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York. Þeir Eddy Curry og Stephon Marbury komu ekki við sögu í leiknum hjá New York. Detroit lagði Indiana á heimavelli 100-94. Danny Granger skoraði 33 stig fyrir Indiana en Tayshaun Prince 19 fyrir Detroit. Minnesota lagði Sacramento heima 98ö96. Al Jefferson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst hjá Minnesota en John Salmons skoraði 24 stig fyrir Sacramento. Milwaukee lagði Oklahoma á útivelli 98-87. Richard Jefferson, Charlie Villenueva og Michael Redd skoruðu 20 stig hver fyrir Milwaukee en Chris Wilcox skoraði 15 stig fyrir Oklahoma. Houston skellti Memphis heima 82-71 þar sem Yao Ming skoraði 21 stig fyrir Houston en Rudy Gay 20 fyrir Memphis. Utah lagði Denver heima 98-94 þar sem Deron Williams hjá Utah (meiðsli) og Carmelo Anthony hjá Denver (leikbann) voru ekki með. Carlos Boozer skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah en Allen Iverson og Kenyon Martin skoruðu 18 stig hvor fyrir Denver. New Orleans lagði Golden State á útivelli 108-103. David West skoraði 24 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Corey Maggette skoraði 27 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 26. Loks vann LA Lakers öruggan stórsigur á grönnum sínum LA Clippers 117-79. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 16 stig og Al Thornton skoraði sömuleiðis 16 stig fyrir Clippers. NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Fjöldi leikja var á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 103-98 og hefndi þar fyrir tapið gegn heimamönnum í úrslitakeppninni í vor. Amare Stoudemire skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix, Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst og Steve Nash var með 13 stig og 13 stoðsendingar. Þetta var jafnframt fyrsti sigur þjálfarans Terry Porter með Phoenix. Tim Duncan og Tony Parker skoruðu 32 stig hvor fyrir San Antonio, sem verður án Argentínumannsins Manu Ginobili fyrstu vikur tímabilsins. Toronto vann góðan útisigur á Philadelphia þar sem nýjustu leikmenn beggja liða voru í sviðsljósinu, þeir Elton Brand hjá Philadelphia og Jermaine O´Neal hjá Toronto. Chris Bosh var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 11 fráköst og Jermaine O´Neal skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Lou Williams skoraði 16 stig fyrir heimamenn og Elton Brand skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Atlanta vann öruggan sigur á Orlando á útivelli 99-85. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Dwight Howard var með 22 stig og 15 fráköst hjá Orlando. New Jersey lagði Washington á útivelli 95-85. Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey en þeir Caron Butler og Antawn Jamison skoruðu 14 stig hvor fyrir Washington. Mike D´Antoni stýrði New York til sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfari liðsins þegar það lagði Miami 120-115. Dwyane Wade skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en Jamaal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York. Þeir Eddy Curry og Stephon Marbury komu ekki við sögu í leiknum hjá New York. Detroit lagði Indiana á heimavelli 100-94. Danny Granger skoraði 33 stig fyrir Indiana en Tayshaun Prince 19 fyrir Detroit. Minnesota lagði Sacramento heima 98ö96. Al Jefferson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst hjá Minnesota en John Salmons skoraði 24 stig fyrir Sacramento. Milwaukee lagði Oklahoma á útivelli 98-87. Richard Jefferson, Charlie Villenueva og Michael Redd skoruðu 20 stig hver fyrir Milwaukee en Chris Wilcox skoraði 15 stig fyrir Oklahoma. Houston skellti Memphis heima 82-71 þar sem Yao Ming skoraði 21 stig fyrir Houston en Rudy Gay 20 fyrir Memphis. Utah lagði Denver heima 98-94 þar sem Deron Williams hjá Utah (meiðsli) og Carmelo Anthony hjá Denver (leikbann) voru ekki með. Carlos Boozer skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst fyrir Utah en Allen Iverson og Kenyon Martin skoruðu 18 stig hvor fyrir Denver. New Orleans lagði Golden State á útivelli 108-103. David West skoraði 24 stig fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Corey Maggette skoraði 27 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 26. Loks vann LA Lakers öruggan stórsigur á grönnum sínum LA Clippers 117-79. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 16 stig og Al Thornton skoraði sömuleiðis 16 stig fyrir Clippers.
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira