Lokamótið auðveldara fyrir Massa en Hamilton 27. október 2008 13:47 Felipe Massa og Rob Smedley stefna á sigur í Brasilíu um næstu helgi. mynd: kappakstur.is Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að það verði auðveldara fyrir hann en Lewis Hamilton að ná settu marki um næstu helgi. Massa verður að sækja en Hamilton að verja sjö stiga forskot. "Það verður erfiðara fyrir Hamilton en mig um næstu helgi. Ég þarf að stefna á sigur og vona það besta. Vissulega mun Hamilton reyna að þjarma að mér, en hann getur bara klúðrað þessu og það er meiri pressa á honum en mér", sagði Massa um mótið á heimavelli um næstu helgi. Hamilton nægir fimmta sætið þó Massa vinni, en McLaren ætlar ekki bara að leika varnarhlutverk. McLaren gaf það út í dag að nýr afturvængur mun prýða bíl Hamilton um næstu helgi auk fleiri hluta sem eiga að gera hann hraðskreiðari. "Við vitum mætavel að titilinn er ekki í höfn hjá McLaren, þó Hamilton sé með forskot á Massa. Við verðum að halda einbeitingu og vanda til verka í lokamótinu. Hamilton verður betri og betri með hverju mótinu og engin hefur byrjað feril sinn eins vel og hann", sagði Ron Dennis framkvæmdarstjóri McLaren. Hamilton glopraði titilinum í lokamótinu í fyrra og var þá með sjö stiga forskot rétt eins og núna. Mótið í Brasilíu var háspennumót frá upphafi til enda, en Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Ferrari varð í fyrsta og öðru sæti í Brasilíu og nokkrir ökumenn virðast styðja Massa fremur en Hamilton og spurning hvort þeir blanda sér í titilslaginn á einhvern hátt. Hamilton vann þó öruggan sigur í síðasta móti og er hvergi hræddur við lokamótið. Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að það verði auðveldara fyrir hann en Lewis Hamilton að ná settu marki um næstu helgi. Massa verður að sækja en Hamilton að verja sjö stiga forskot. "Það verður erfiðara fyrir Hamilton en mig um næstu helgi. Ég þarf að stefna á sigur og vona það besta. Vissulega mun Hamilton reyna að þjarma að mér, en hann getur bara klúðrað þessu og það er meiri pressa á honum en mér", sagði Massa um mótið á heimavelli um næstu helgi. Hamilton nægir fimmta sætið þó Massa vinni, en McLaren ætlar ekki bara að leika varnarhlutverk. McLaren gaf það út í dag að nýr afturvængur mun prýða bíl Hamilton um næstu helgi auk fleiri hluta sem eiga að gera hann hraðskreiðari. "Við vitum mætavel að titilinn er ekki í höfn hjá McLaren, þó Hamilton sé með forskot á Massa. Við verðum að halda einbeitingu og vanda til verka í lokamótinu. Hamilton verður betri og betri með hverju mótinu og engin hefur byrjað feril sinn eins vel og hann", sagði Ron Dennis framkvæmdarstjóri McLaren. Hamilton glopraði titilinum í lokamótinu í fyrra og var þá með sjö stiga forskot rétt eins og núna. Mótið í Brasilíu var háspennumót frá upphafi til enda, en Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Ferrari varð í fyrsta og öðru sæti í Brasilíu og nokkrir ökumenn virðast styðja Massa fremur en Hamilton og spurning hvort þeir blanda sér í titilslaginn á einhvern hátt. Hamilton vann þó öruggan sigur í síðasta móti og er hvergi hræddur við lokamótið.
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira