Verður á milli tannanna á fólki næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2008 07:00 Benedikt Guðmundsson. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-liðsins, brosti út að eyrum á blaðamannfundi í KR-heimilinu í gær enda búinn að fá til liðs við KR tvo "týnda" syni sem jafnframt eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ætla nefnilega að spila með KR næsta vetur eftir að hafa eytt síðustu árum í atvinnumennsku í Evrópu. „1982-árgangurinn er búinn að tala um það í mörg ár að halda einhvern almennilegan endurfund eitt kvöld. Við ákváðum bara í staðinn að taka einn vetur saman," segir Benedikt í léttum tón en í fyrrahaust snéri landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon einnig aftur í KR. „Þetta hefur mikið áhrif á körfuboltahliðina hjá KR en ekki síður markaðshliðina. Maður vissi það að um leið og Jón kæmi þá yrði ákveðin sprengja. Þetta verður á milli tannanna á fólki næstu daga," segir Benedikt sem leist ekkert alltof vel á þetta í byrjun því hann vill sjá þá í toppdeild. Benedikt skildi þá félaga beturl eftir að hann sá þeirra sjónarmið. „Þeir fara báðir ungir út og það er kannski komin ákveðin þreyta í þá að vera alltaf að búa í nýju landi og aðlagast nýrri menningu og nýju tungumáli. Þetta er ekkert auðvelt líf þótt að menn sjá þetta í einhverjum hillingum. Þetta reynir á og ég held að það skemmi ekkert fyrir þeim að taka einn vetur hérna heima og rækta sambandið við fjölskyldumeðlimi og vini. Þeir fara síðan bara ferskari út aftur eftir veturinn," segir Benedikt en titilinn er samt ekkert kominn í hús. „Það eru ekki einn eða tveir menn sem eru að fara vinna þessa deild. Það er ekkert lið sterkari en veikasti hlekkurinn þó að ég komi með eina klisjuna. Þetta fer allt eftir hvernig liðið nær saman og það náði ekki nægilega vel saman í fyrra. Núna ætla ég að vera með sterka bakverði og það er frábært að fá gamla nemendur sem þekkja það hvernig ég vil spila. Ég þekki líka þá og veit hvernig ég á að nota þá. Þetta er frábært fyrir alla aðila," segir Benedikt sem ætlar bara að vera með einn útlending en KR hefur verið með þrjá erlenda leikmenn síðustu tvö tímabil. " „Við tökum síðan bara einn kana með þessu. Ég hugsa að ég taki einhvern léttan framherja sem getur hlaupið völlinn og spilað þennan hraða bolta með okkur. Ég er ekki að fara að taka einhvern þungann mann því það geri ég ekki aftur," segir Benedikt sem átti afmæli í gær og fékk því enga smá góða afmælisgjöf frá þeim Jóni Arnóri og Jakobi. Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-liðsins, brosti út að eyrum á blaðamannfundi í KR-heimilinu í gær enda búinn að fá til liðs við KR tvo "týnda" syni sem jafnframt eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ætla nefnilega að spila með KR næsta vetur eftir að hafa eytt síðustu árum í atvinnumennsku í Evrópu. „1982-árgangurinn er búinn að tala um það í mörg ár að halda einhvern almennilegan endurfund eitt kvöld. Við ákváðum bara í staðinn að taka einn vetur saman," segir Benedikt í léttum tón en í fyrrahaust snéri landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon einnig aftur í KR. „Þetta hefur mikið áhrif á körfuboltahliðina hjá KR en ekki síður markaðshliðina. Maður vissi það að um leið og Jón kæmi þá yrði ákveðin sprengja. Þetta verður á milli tannanna á fólki næstu daga," segir Benedikt sem leist ekkert alltof vel á þetta í byrjun því hann vill sjá þá í toppdeild. Benedikt skildi þá félaga beturl eftir að hann sá þeirra sjónarmið. „Þeir fara báðir ungir út og það er kannski komin ákveðin þreyta í þá að vera alltaf að búa í nýju landi og aðlagast nýrri menningu og nýju tungumáli. Þetta er ekkert auðvelt líf þótt að menn sjá þetta í einhverjum hillingum. Þetta reynir á og ég held að það skemmi ekkert fyrir þeim að taka einn vetur hérna heima og rækta sambandið við fjölskyldumeðlimi og vini. Þeir fara síðan bara ferskari út aftur eftir veturinn," segir Benedikt en titilinn er samt ekkert kominn í hús. „Það eru ekki einn eða tveir menn sem eru að fara vinna þessa deild. Það er ekkert lið sterkari en veikasti hlekkurinn þó að ég komi með eina klisjuna. Þetta fer allt eftir hvernig liðið nær saman og það náði ekki nægilega vel saman í fyrra. Núna ætla ég að vera með sterka bakverði og það er frábært að fá gamla nemendur sem þekkja það hvernig ég vil spila. Ég þekki líka þá og veit hvernig ég á að nota þá. Þetta er frábært fyrir alla aðila," segir Benedikt sem ætlar bara að vera með einn útlending en KR hefur verið með þrjá erlenda leikmenn síðustu tvö tímabil. " „Við tökum síðan bara einn kana með þessu. Ég hugsa að ég taki einhvern léttan framherja sem getur hlaupið völlinn og spilað þennan hraða bolta með okkur. Ég er ekki að fara að taka einhvern þungann mann því það geri ég ekki aftur," segir Benedikt sem átti afmæli í gær og fékk því enga smá góða afmælisgjöf frá þeim Jóni Arnóri og Jakobi.
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira