Vijay Singh verður frá keppni næstu tvo mánuði eftir að hafa meiðst á hendi og mun því missa af amk næstu tveimur mótum.
Fiji-maðurinn er í þriðja sæti heimslistans i golfi og er 45 ára gamall. Hann mun missa af mótum í Asíu sem fram fara eftir um það bil mánuð.
"Þetta eru gríðarleg vonbrigði en ég verð að fara eftir því sem læknirinn segir mér," sagði Singh.