Bjart yfir kafbátasmíði Íslendinga Óli Tynes skrifar 18. september 2008 13:15 Það þarf ekki nema einn mann til að sjósetja Gaiva. MYND/Hafmynd Hátæknifyrirtækið Hafmynd ætlar að gera tilboð í að smíða 65 dvergkafbáta sem verða boðnir út á næstu tólf mánuðum víðsvegar um heiminn. Júlíus B. Benediktsson framkvæmdastjóri Hafmyndar sagði í samtali við Vísi að smíði allra bátanna væri langt yfir þeirra framleiðslugetu. Þeir ætli hinsvegar að gera tilboð í von um að fá eitthvað af verkefnunum. Kafbátar Hafmyndar heita Gaiva. Þeir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Júlíus sagði að þeir byndu meðal annars vonir við að selja olíufyrirtækjum kafbáta. Þau þurfa reglulega að skoða olíuleiðslur á hafsbotni, sem er gríðarmikið fyrirtæki. Við það eru notuð stór skip með djúpsjám og allskonar græjum sem kosta gríðarmikla peninga. Þeir eru nú að hanna forrit til að kenna Gaiva að fylgja olíuleiðslum á hafsbotni. Þeir sjá framá að þegar því sé lokið sé hægt að fara út með Gaiva á gúmmíbáti og henda honum í sjóinn. Hann fylgir svo olíuleiðslunum og myndar þær og kemur aftur eftir nokkrar klukkustundir með þau gögn sem þar. Hafmynd var nýlega ásamt fulltrúum frá bresku hugbúnaðarhúsi að gera tilraunir með þetta og fylgdi kafbáturinn þá skolpleiðslum sem liggja frá Reykjavík út í sjó. Það gekk mjög vel. Fram til þessa hefur Hafmynd meðal annars selt kafbáta sína til Bandaríska sjóhersins, þess Danska og þess Ástralska. Auk þess til Háskóla Íslands, Háskólans í Delaware í Bandaríkjunum, Háskólans í Bresku Kólumbíu í Kanada og Rannsókarráðs Kanada. Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hátæknifyrirtækið Hafmynd ætlar að gera tilboð í að smíða 65 dvergkafbáta sem verða boðnir út á næstu tólf mánuðum víðsvegar um heiminn. Júlíus B. Benediktsson framkvæmdastjóri Hafmyndar sagði í samtali við Vísi að smíði allra bátanna væri langt yfir þeirra framleiðslugetu. Þeir ætli hinsvegar að gera tilboð í von um að fá eitthvað af verkefnunum. Kafbátar Hafmyndar heita Gaiva. Þeir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Júlíus sagði að þeir byndu meðal annars vonir við að selja olíufyrirtækjum kafbáta. Þau þurfa reglulega að skoða olíuleiðslur á hafsbotni, sem er gríðarmikið fyrirtæki. Við það eru notuð stór skip með djúpsjám og allskonar græjum sem kosta gríðarmikla peninga. Þeir eru nú að hanna forrit til að kenna Gaiva að fylgja olíuleiðslum á hafsbotni. Þeir sjá framá að þegar því sé lokið sé hægt að fara út með Gaiva á gúmmíbáti og henda honum í sjóinn. Hann fylgir svo olíuleiðslunum og myndar þær og kemur aftur eftir nokkrar klukkustundir með þau gögn sem þar. Hafmynd var nýlega ásamt fulltrúum frá bresku hugbúnaðarhúsi að gera tilraunir með þetta og fylgdi kafbáturinn þá skolpleiðslum sem liggja frá Reykjavík út í sjó. Það gekk mjög vel. Fram til þessa hefur Hafmynd meðal annars selt kafbáta sína til Bandaríska sjóhersins, þess Danska og þess Ástralska. Auk þess til Háskóla Íslands, Háskólans í Delaware í Bandaríkjunum, Háskólans í Bresku Kólumbíu í Kanada og Rannsókarráðs Kanada.
Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira