Golf

Eiður Smári spilar golf fyrir gott málefni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/E. Stefán
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/E. Stefán

Stjörnugolfmót Nova fer nú fram í fimmta sinn á morgun á Urriðavelli í Garðabæ. Um 20 þjóðþekktir Íslendingar taka þátt, þar á meðal Eiður Smári Guðjohnsen.

Fyrirtæki geta keypt sig inn í Stjörnugolf Nova með tveggja manna lið og er betri bolti notaður. Eiður Smári, Kristín Péturs, Sveppi, Svava Johansen, Laddi, Helga Möller og Sigmundur Ernir eru meðal þjóðþekktra einstaklinga sem taka þátt.

Fylgst er með aðdraganda mótsins og mótinu sjálfu í Íslandi í dag á Stöð 2 og Stöð 2 Sport mun fjalla um mótið í sérstökum þætti.

Mótið er til styrktar Neistans. Að auki eru landsmenn allir hvattir til að gefa í söfnun í gegnum síma 908-1000 (1.000 króna framlag) eða í gegnum heimasíðu Neistans, á www.neistinn.is en þar má einnig fá nánari upplýsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×