Friðrik: Eigum nóg inni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 15:09 Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Daníel Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfellingar taka á móti Grindvíkingum í kvöld klukkan 20.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Snæfell hefur yfirhöndina í einvíginu, 2-1, og getur með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum. Vinni Grindvíkingar hins vegar mætast liðin í oddaleik í Grindavík. „Við erum enn með bakið upp við vegginn og okkur líður bara vel þannig," sagði Friðrik í samtali við Vísi í dag. „Við leggjum þetta bara þannig upp að við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er bara leikurinn í kvöld sem skiptir máli og hann verðum við að vinna. Það er að duga eða drepast fyrir okkur." Hann segir þó ekki að þó svo að Grindavík vinni í kvöld séu þeir með pálmann í höndunum fyrir oddaleikinn. „Nei, það er fjarri því. En við hugsum þetta ekkert lengur en til leiksins í kvöld. Ég skal ræða oddaleikinn þegar við vinnum í kvöld." Friðrik segir að allir sínir menn séu klárir í slaginn. Igor Beljanski eigi við meiðsli að stríða en hann verður engu að síður með í kvöld. „Ég held að við eigum nógu mikið inni til að klára þetta í kvöld. Ég tel að við færðum þeim sigurinn á silfurfati í fyrsta leiknum. Í næsta leik stjórnuðu þeir hraðanum og svo snerist þetta við í þriðja leiknum. Í kvöld mun þetta því aðallega snúast um hvort liðið nær að stýra hraða leiksins. Þeir munu reyna að hægja á leiknum." Bakvörðurinn Justin Shouse hefur verið meðal bestu leikmanna Snæfells í vetur en hann hefur ekki verið upp á sitt allra besta í þessari rimmu. Friðrik á ekki von á því að hann muni springa út í kvöld. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að stoppa hann og þá hefur verið að losna um aðra leikmenn. Honum hefur gengið ágætlega að finna félaga sína og þó svo að hann sé ekki nema að skora sextán stig í leik hefur hann líka gert það í leikjunum sem þeir hafa unnið. En hann muni ekki fá að skora 25-30 stig í kvöld - við látum það ekki gerast." Síðast þegar liðin mættust í Stykkishólmi átti Hlynur Bæringsson stórleik og skoraði 20 stig auk þess sem hann tók 21 frákast. „Hlynur er lyginni líkastur og þegar hann nær sér á strik er hrikalega erfitt að eiga við hann. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hægja á honum því hann er hjartað og sálin í þessu liði." Friðrik segir að hann og Jamal Williams hafi skoðað vel bæði styrkleika og veikleika Hlyns. „Hlynur er duglegasti leikmaður sem ég hef séð í körfubolta en hann hefur sínar takmarkanir. En það verður mjög erfitt að eiga við hann." Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfellingar taka á móti Grindvíkingum í kvöld klukkan 20.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Snæfell hefur yfirhöndina í einvíginu, 2-1, og getur með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum. Vinni Grindvíkingar hins vegar mætast liðin í oddaleik í Grindavík. „Við erum enn með bakið upp við vegginn og okkur líður bara vel þannig," sagði Friðrik í samtali við Vísi í dag. „Við leggjum þetta bara þannig upp að við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er bara leikurinn í kvöld sem skiptir máli og hann verðum við að vinna. Það er að duga eða drepast fyrir okkur." Hann segir þó ekki að þó svo að Grindavík vinni í kvöld séu þeir með pálmann í höndunum fyrir oddaleikinn. „Nei, það er fjarri því. En við hugsum þetta ekkert lengur en til leiksins í kvöld. Ég skal ræða oddaleikinn þegar við vinnum í kvöld." Friðrik segir að allir sínir menn séu klárir í slaginn. Igor Beljanski eigi við meiðsli að stríða en hann verður engu að síður með í kvöld. „Ég held að við eigum nógu mikið inni til að klára þetta í kvöld. Ég tel að við færðum þeim sigurinn á silfurfati í fyrsta leiknum. Í næsta leik stjórnuðu þeir hraðanum og svo snerist þetta við í þriðja leiknum. Í kvöld mun þetta því aðallega snúast um hvort liðið nær að stýra hraða leiksins. Þeir munu reyna að hægja á leiknum." Bakvörðurinn Justin Shouse hefur verið meðal bestu leikmanna Snæfells í vetur en hann hefur ekki verið upp á sitt allra besta í þessari rimmu. Friðrik á ekki von á því að hann muni springa út í kvöld. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að stoppa hann og þá hefur verið að losna um aðra leikmenn. Honum hefur gengið ágætlega að finna félaga sína og þó svo að hann sé ekki nema að skora sextán stig í leik hefur hann líka gert það í leikjunum sem þeir hafa unnið. En hann muni ekki fá að skora 25-30 stig í kvöld - við látum það ekki gerast." Síðast þegar liðin mættust í Stykkishólmi átti Hlynur Bæringsson stórleik og skoraði 20 stig auk þess sem hann tók 21 frákast. „Hlynur er lyginni líkastur og þegar hann nær sér á strik er hrikalega erfitt að eiga við hann. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hægja á honum því hann er hjartað og sálin í þessu liði." Friðrik segir að hann og Jamal Williams hafi skoðað vel bæði styrkleika og veikleika Hlyns. „Hlynur er duglegasti leikmaður sem ég hef séð í körfubolta en hann hefur sínar takmarkanir. En það verður mjög erfitt að eiga við hann."
Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum