Hættulegir varnarveggir hræða ökumenn 26. september 2008 08:35 Tæknimenn Williams vinna að undirbúningi fyrir fyrstu æfingu keppnisliða sem er í dag kl. 11.00. Ekið verður á flóðlýstri braut. Nordic Photos / AFP Nokkrir ökumenn sem keppa í Formúlu 1 mótinu í Síngapúr um helgina telja nokkra hættu á ferðum í einni af erfiðari beygjum brautarinnar. Þeir hafa beðið FIA að skoða málið, en nýstárleg útfærsla á köntum í kröppum hlykk í brautinni, í sjöundu beygju hefur vaxið ökumönnum í augum. Þeir taka fyrsta sprettinn á brautinni í dag. „Það er alveg ljóst að ef ökumenn ná ekki að halda réttri aksturslínu í gegnum beygjuna, þá skella þeir á risavöxnum köntunum og stýra beint á vegg. Það er ekki til að auka öryggi okkar," sagði Jenson Button eftir að hafa labbað brautina. FIA hefur verið að skoða málið í nótt, en Fernando Alonso samsinnir Button. „Það er veruleg hætta á að skemma bílanna í sjöundu beygjunni og ef bílarnir skemmast, þá er eins gott að pakka saman og fara heim. Það er skrítin lausn sem var fundin á því að varna því að menn skeri beygjuna," sagði Alonso. Settir voru lágvaxnar en harðgerar kúlur á kantanna, en eins og menn muna fékk Lewis Hamilton refsingu á dögunum fyrir að stytta sér leið gegnum krappa beygju á Spa brautinni. En varnaraðgerð skipuleggjenda í Singapúr virðist ekki falla í kramið. Tæknimenn liðanna hafa undirbúið sig í nótt fyrir átökin í Singapúr, en fyrstu æfingar eru kl. 11.00 og 13.25 í dag og eru þær sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. NÝTT: Skipuleggjendur mótsins í Singapúr létu breyta kantsteinum við tíundu beygju brautarinnar fyrir fyrstu æfingu keppnisliða í dag. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Nokkrir ökumenn sem keppa í Formúlu 1 mótinu í Síngapúr um helgina telja nokkra hættu á ferðum í einni af erfiðari beygjum brautarinnar. Þeir hafa beðið FIA að skoða málið, en nýstárleg útfærsla á köntum í kröppum hlykk í brautinni, í sjöundu beygju hefur vaxið ökumönnum í augum. Þeir taka fyrsta sprettinn á brautinni í dag. „Það er alveg ljóst að ef ökumenn ná ekki að halda réttri aksturslínu í gegnum beygjuna, þá skella þeir á risavöxnum köntunum og stýra beint á vegg. Það er ekki til að auka öryggi okkar," sagði Jenson Button eftir að hafa labbað brautina. FIA hefur verið að skoða málið í nótt, en Fernando Alonso samsinnir Button. „Það er veruleg hætta á að skemma bílanna í sjöundu beygjunni og ef bílarnir skemmast, þá er eins gott að pakka saman og fara heim. Það er skrítin lausn sem var fundin á því að varna því að menn skeri beygjuna," sagði Alonso. Settir voru lágvaxnar en harðgerar kúlur á kantanna, en eins og menn muna fékk Lewis Hamilton refsingu á dögunum fyrir að stytta sér leið gegnum krappa beygju á Spa brautinni. En varnaraðgerð skipuleggjenda í Singapúr virðist ekki falla í kramið. Tæknimenn liðanna hafa undirbúið sig í nótt fyrir átökin í Singapúr, en fyrstu æfingar eru kl. 11.00 og 13.25 í dag og eru þær sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. NÝTT: Skipuleggjendur mótsins í Singapúr létu breyta kantsteinum við tíundu beygju brautarinnar fyrir fyrstu æfingu keppnisliða í dag. Sjá brautarlýsingu frá Singapúr
Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira