Erfiðar aðstæður á Hólmsvelli í dag 7. júní 2008 21:44 Fyrri hringurinn á öðru móti ársins á Kaupþingsmótaröðinni var leikinn á Hólmsvelli á Leiru í dag. Ólafur Hreinn Jóhannsson úr GS hefur forystu í karlaflokki, en hann lék á þremur höggum yfir pari í dag - 75 höggum. Eins og sjá má á skorinu í dag voru aðstæður nokkuð erfiðar á mótinu vegna vinds og rigningar. Fimm kylfingar eru jafnir í öðru sætinu á eftir Ólafi, en það eru þeir Sigurbjörn Þorgeirsson úr GÓ, Davíð Már Vilhjálmsson úr GKj, Ólafur Björn Loftsson úr NK, Atli Elíasson og Pétur Óskar Sigurðsson úr GR. Keppni í kvennaflokki er mjög spennandi og þar deila þrjár konur með sér efsta sætinu eftir fyrri daginn. Þær Ragnhildur Sigurðardóttir GR, Ásta Birna Magnúsdóttir GK og Ragna Björk Ólafsdóttir GK eru efstar og jafnar á 83 höggum. Keppni hefst aftur klukkan 7:30 í fyrramálið. Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Fyrri hringurinn á öðru móti ársins á Kaupþingsmótaröðinni var leikinn á Hólmsvelli á Leiru í dag. Ólafur Hreinn Jóhannsson úr GS hefur forystu í karlaflokki, en hann lék á þremur höggum yfir pari í dag - 75 höggum. Eins og sjá má á skorinu í dag voru aðstæður nokkuð erfiðar á mótinu vegna vinds og rigningar. Fimm kylfingar eru jafnir í öðru sætinu á eftir Ólafi, en það eru þeir Sigurbjörn Þorgeirsson úr GÓ, Davíð Már Vilhjálmsson úr GKj, Ólafur Björn Loftsson úr NK, Atli Elíasson og Pétur Óskar Sigurðsson úr GR. Keppni í kvennaflokki er mjög spennandi og þar deila þrjár konur með sér efsta sætinu eftir fyrri daginn. Þær Ragnhildur Sigurðardóttir GR, Ásta Birna Magnúsdóttir GK og Ragna Björk Ólafsdóttir GK eru efstar og jafnar á 83 höggum. Keppni hefst aftur klukkan 7:30 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira