NBA: Meistararnir 2-0 undir gegn New Orleans 6. maí 2008 09:44 Tyson Chandler og Chris Paul brosa sínu breiðasta, enda komnir í 2-0 gegn meisturunum NordcPhotos/GettyImages Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt. Detroit náði 2-0 forystu gegn Orlando og New Orleans vann öruggan sigur á meisturum San Antonio. Lið New Orleans heldur áfram að koma á óvart og eftir jafnan fyrri hálfleik annars leiks liðsins gegn San Antonio í nótt, stakk liðið af í þriðja leikhlutanum sem það vann 36-18 og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Lokatölur 102-84 fyrir New Orleans. Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar - og sýndi götuboltatilþrif hvað eftir annað þegar hann prjónaði sig í gegn um vörn meistaranna. Peja Stojakovic bætti við 25 stigum fyrir New Orleans, þar af fimm þristum. New Orleans er þar með fyrsta liðið síðan árið 2001 sem nær að komast í 2-0 forystu gegn San Antonio í seríu í úrslitaleppni, en það gerði síðast meistaralið LA Lakers á sínum tíma og vann reyndar einvígið 4-0. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 18 stig og 8 fráköst, Manu Ginobili skoraði 13 stig og Tony Parker aðeins 11. Næsti leikur fer fram í San Antonio á fimmtudagskvöldið, en þar er ljóst að heimamenn verða heldur betur að finna taktinn eftir tvo slaka leiki í New Orleans. Detroit komst í 2-0 gegn Orlando Detroit Pistons varði heimavöllinn sinn gegn Orlando og náði 2-0 forystu í einvígi liðanna í nótt með 100-93 sigri. Chauncey Billups skoraði 28 stig fyrir Detroit í sigrinum, en umdeild þriggja stiga karfa sem hann skoraði undir lok þriðja leikhluta olli miklum deilum vegna meintra mistaka á ritaraborði. Sigur Detroit var þó langt frá því að vera auðveldur og var það téður Billups sem tryggði heimamönnum endanlega sigurinn með tveimur vítaskotum þegar tæpar 11 sekúndur voru eftir af leiknum. Rasheed Wallace og Tayshaun Prince skoruðu 17 stig hvor fyrir Detroit. Dwight Howard skoraði 22 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando, Jameer Nelson skoraði 22 stig og Rashard Lewis 20 stig. Leikur þrjú í seríunni er í Orlando á miðvikudagskvöldið. NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt. Detroit náði 2-0 forystu gegn Orlando og New Orleans vann öruggan sigur á meisturum San Antonio. Lið New Orleans heldur áfram að koma á óvart og eftir jafnan fyrri hálfleik annars leiks liðsins gegn San Antonio í nótt, stakk liðið af í þriðja leikhlutanum sem það vann 36-18 og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Lokatölur 102-84 fyrir New Orleans. Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar - og sýndi götuboltatilþrif hvað eftir annað þegar hann prjónaði sig í gegn um vörn meistaranna. Peja Stojakovic bætti við 25 stigum fyrir New Orleans, þar af fimm þristum. New Orleans er þar með fyrsta liðið síðan árið 2001 sem nær að komast í 2-0 forystu gegn San Antonio í seríu í úrslitaleppni, en það gerði síðast meistaralið LA Lakers á sínum tíma og vann reyndar einvígið 4-0. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio með 18 stig og 8 fráköst, Manu Ginobili skoraði 13 stig og Tony Parker aðeins 11. Næsti leikur fer fram í San Antonio á fimmtudagskvöldið, en þar er ljóst að heimamenn verða heldur betur að finna taktinn eftir tvo slaka leiki í New Orleans. Detroit komst í 2-0 gegn Orlando Detroit Pistons varði heimavöllinn sinn gegn Orlando og náði 2-0 forystu í einvígi liðanna í nótt með 100-93 sigri. Chauncey Billups skoraði 28 stig fyrir Detroit í sigrinum, en umdeild þriggja stiga karfa sem hann skoraði undir lok þriðja leikhluta olli miklum deilum vegna meintra mistaka á ritaraborði. Sigur Detroit var þó langt frá því að vera auðveldur og var það téður Billups sem tryggði heimamönnum endanlega sigurinn með tveimur vítaskotum þegar tæpar 11 sekúndur voru eftir af leiknum. Rasheed Wallace og Tayshaun Prince skoruðu 17 stig hvor fyrir Detroit. Dwight Howard skoraði 22 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando, Jameer Nelson skoraði 22 stig og Rashard Lewis 20 stig. Leikur þrjú í seríunni er í Orlando á miðvikudagskvöldið.
NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira