NBA í nótt: Phoenix og Dallas úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2008 09:42 Shaquille O'Neal gengur heldur niðurlútur af velli. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið er búið hjá þeim Shaquille O'Neal og Jason Kidd þar sem lið þeirra, Phoenix og Dallas, duttu úr leik í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í nótt. San Antonio vann Phoenix í nótt og New Orleans vann Dallas en báðum rimmunum lauk með 4-1 sigri. Þá vann Detroit sigur á Philadelphia og Houston fór létt með Utah. Þetta eru án efa mikil vonbrigði fyrir bæði þessi lið þar sem þau ákváðu seint á tímabilinu að fá til sín stjörnuleikmenn sem eru þó báðir komnir til ára sinna. Phoenix fékk Shaquille O'Neal og Dallas fékk Jason Kidd. San Antonio vann Phoenix, 92-87, en staðan var jöfn, 85-85, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. San Antonio reyndist sterkara á lokasprettinum. Phoenix tapaði boltanum einu sinni og klikkaði á tveimur þriggja stiga tilraunum á meðan að San Antonio sigldi fram úr með því að setja niður vítaköst. San Antonio hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en Phoenix átti góðan þriðja leikhluta og kom sér í forystu fyrir lokaleikhlutann. Hann var jafn og spennandi allt fram á lokamínúturnar. Tony Parker var með 31 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan bætti við 29 auk þess sem hann tók sautján fráköst. Boris Diaw var stigahæstur hjá Phoenix með 22 stig en fjórir aðrir leikmenn Phoenix skoruðu meira en tíu stig. San Antonio mætir nú New Orleans í næstu umferð en síðarnefnda liðið verður með heimavallarréttinn í þeirri rimmu. New Orleans vann Dallas, 99-94, eftir að hafa leitt í hálfleik, 54-39. Dallas náði sér hins vegar mun betur á strik í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í þrjú stig þegar aðeins 33 sekúndur voru til leiksloka. Peja Stojakovic var hins vegar öryggið uppmálað á vítalínunni er fimm sekúndur voru eftir og setti niður bæði vítaköstin og tryggði þar með fimm stiga sigur. Það var mikill hiti í mönnum undir lok leiksins en Jerry Stackhouse var vísað af vellinum þegar skammt var til leiksloka fyrir sína aðra tæknivillu í leiknum. Hann sló boltann úr höndum Chris Paul og reifst svo við David West í kjölfarið. Paul átti enn einn stórleikinn og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 24 stig, gaf fimmtán stoðsendingar og tók ellefu fráköst. West skoraði 25 stig. Stigahæstur hjá Dallas var Dirk Nowitski með 22 stig og þrettán fráköst. Houston vann Utah, 95-69, og minnkaði þar með muninn í rimmunni í 3-2. Utah getur þó enn klárað rimmuna á heimavelli á föstudagskvöldið. Utah er með sterkasta heimavöllinn í deildinni í ár en Houston virðist þó hafa ágætis tök á Utah í Salt Lake City. Liðið var fyrst til að vinna Utah þar í vetur og vann þriðja leikinn í rimmunni þar einnig. Sigurinn var afar öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en Tracy McGrady var stigahæstur með 29 stig, Luis Scola bætti við átján stigum auk þess sem hann tók tólf fráköst. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með nítján stig og tíu fráköst. Deron Williams skoraði þrettán stig og gaf sex stoðsendingar. Detroit vann Philadelphia, 98-81, og tók þar með forystuna í fyrsta skipti rimmunni, 3-2. Detroit getur klárað rimmuna í Philadelphia á fimmtudagskvöldið. Chauncey Billups skoraði 21 stig fyrir Detroit, Richard Hamilton 20 og Rasheed Wallace nítján. Stigahæstur hjá Philadelphia var Andre Iguodala með 21 stig. NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Tímabilið er búið hjá þeim Shaquille O'Neal og Jason Kidd þar sem lið þeirra, Phoenix og Dallas, duttu úr leik í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í nótt. San Antonio vann Phoenix í nótt og New Orleans vann Dallas en báðum rimmunum lauk með 4-1 sigri. Þá vann Detroit sigur á Philadelphia og Houston fór létt með Utah. Þetta eru án efa mikil vonbrigði fyrir bæði þessi lið þar sem þau ákváðu seint á tímabilinu að fá til sín stjörnuleikmenn sem eru þó báðir komnir til ára sinna. Phoenix fékk Shaquille O'Neal og Dallas fékk Jason Kidd. San Antonio vann Phoenix, 92-87, en staðan var jöfn, 85-85, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. San Antonio reyndist sterkara á lokasprettinum. Phoenix tapaði boltanum einu sinni og klikkaði á tveimur þriggja stiga tilraunum á meðan að San Antonio sigldi fram úr með því að setja niður vítaköst. San Antonio hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en Phoenix átti góðan þriðja leikhluta og kom sér í forystu fyrir lokaleikhlutann. Hann var jafn og spennandi allt fram á lokamínúturnar. Tony Parker var með 31 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan bætti við 29 auk þess sem hann tók sautján fráköst. Boris Diaw var stigahæstur hjá Phoenix með 22 stig en fjórir aðrir leikmenn Phoenix skoruðu meira en tíu stig. San Antonio mætir nú New Orleans í næstu umferð en síðarnefnda liðið verður með heimavallarréttinn í þeirri rimmu. New Orleans vann Dallas, 99-94, eftir að hafa leitt í hálfleik, 54-39. Dallas náði sér hins vegar mun betur á strik í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í þrjú stig þegar aðeins 33 sekúndur voru til leiksloka. Peja Stojakovic var hins vegar öryggið uppmálað á vítalínunni er fimm sekúndur voru eftir og setti niður bæði vítaköstin og tryggði þar með fimm stiga sigur. Það var mikill hiti í mönnum undir lok leiksins en Jerry Stackhouse var vísað af vellinum þegar skammt var til leiksloka fyrir sína aðra tæknivillu í leiknum. Hann sló boltann úr höndum Chris Paul og reifst svo við David West í kjölfarið. Paul átti enn einn stórleikinn og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 24 stig, gaf fimmtán stoðsendingar og tók ellefu fráköst. West skoraði 25 stig. Stigahæstur hjá Dallas var Dirk Nowitski með 22 stig og þrettán fráköst. Houston vann Utah, 95-69, og minnkaði þar með muninn í rimmunni í 3-2. Utah getur þó enn klárað rimmuna á heimavelli á föstudagskvöldið. Utah er með sterkasta heimavöllinn í deildinni í ár en Houston virðist þó hafa ágætis tök á Utah í Salt Lake City. Liðið var fyrst til að vinna Utah þar í vetur og vann þriðja leikinn í rimmunni þar einnig. Sigurinn var afar öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en Tracy McGrady var stigahæstur með 29 stig, Luis Scola bætti við átján stigum auk þess sem hann tók tólf fráköst. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með nítján stig og tíu fráköst. Deron Williams skoraði þrettán stig og gaf sex stoðsendingar. Detroit vann Philadelphia, 98-81, og tók þar með forystuna í fyrsta skipti rimmunni, 3-2. Detroit getur klárað rimmuna í Philadelphia á fimmtudagskvöldið. Chauncey Billups skoraði 21 stig fyrir Detroit, Richard Hamilton 20 og Rasheed Wallace nítján. Stigahæstur hjá Philadelphia var Andre Iguodala með 21 stig.
NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira