NBA í nótt: Phoenix og Dallas úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2008 09:42 Shaquille O'Neal gengur heldur niðurlútur af velli. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið er búið hjá þeim Shaquille O'Neal og Jason Kidd þar sem lið þeirra, Phoenix og Dallas, duttu úr leik í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í nótt. San Antonio vann Phoenix í nótt og New Orleans vann Dallas en báðum rimmunum lauk með 4-1 sigri. Þá vann Detroit sigur á Philadelphia og Houston fór létt með Utah. Þetta eru án efa mikil vonbrigði fyrir bæði þessi lið þar sem þau ákváðu seint á tímabilinu að fá til sín stjörnuleikmenn sem eru þó báðir komnir til ára sinna. Phoenix fékk Shaquille O'Neal og Dallas fékk Jason Kidd. San Antonio vann Phoenix, 92-87, en staðan var jöfn, 85-85, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. San Antonio reyndist sterkara á lokasprettinum. Phoenix tapaði boltanum einu sinni og klikkaði á tveimur þriggja stiga tilraunum á meðan að San Antonio sigldi fram úr með því að setja niður vítaköst. San Antonio hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en Phoenix átti góðan þriðja leikhluta og kom sér í forystu fyrir lokaleikhlutann. Hann var jafn og spennandi allt fram á lokamínúturnar. Tony Parker var með 31 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan bætti við 29 auk þess sem hann tók sautján fráköst. Boris Diaw var stigahæstur hjá Phoenix með 22 stig en fjórir aðrir leikmenn Phoenix skoruðu meira en tíu stig. San Antonio mætir nú New Orleans í næstu umferð en síðarnefnda liðið verður með heimavallarréttinn í þeirri rimmu. New Orleans vann Dallas, 99-94, eftir að hafa leitt í hálfleik, 54-39. Dallas náði sér hins vegar mun betur á strik í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í þrjú stig þegar aðeins 33 sekúndur voru til leiksloka. Peja Stojakovic var hins vegar öryggið uppmálað á vítalínunni er fimm sekúndur voru eftir og setti niður bæði vítaköstin og tryggði þar með fimm stiga sigur. Það var mikill hiti í mönnum undir lok leiksins en Jerry Stackhouse var vísað af vellinum þegar skammt var til leiksloka fyrir sína aðra tæknivillu í leiknum. Hann sló boltann úr höndum Chris Paul og reifst svo við David West í kjölfarið. Paul átti enn einn stórleikinn og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 24 stig, gaf fimmtán stoðsendingar og tók ellefu fráköst. West skoraði 25 stig. Stigahæstur hjá Dallas var Dirk Nowitski með 22 stig og þrettán fráköst. Houston vann Utah, 95-69, og minnkaði þar með muninn í rimmunni í 3-2. Utah getur þó enn klárað rimmuna á heimavelli á föstudagskvöldið. Utah er með sterkasta heimavöllinn í deildinni í ár en Houston virðist þó hafa ágætis tök á Utah í Salt Lake City. Liðið var fyrst til að vinna Utah þar í vetur og vann þriðja leikinn í rimmunni þar einnig. Sigurinn var afar öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en Tracy McGrady var stigahæstur með 29 stig, Luis Scola bætti við átján stigum auk þess sem hann tók tólf fráköst. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með nítján stig og tíu fráköst. Deron Williams skoraði þrettán stig og gaf sex stoðsendingar. Detroit vann Philadelphia, 98-81, og tók þar með forystuna í fyrsta skipti rimmunni, 3-2. Detroit getur klárað rimmuna í Philadelphia á fimmtudagskvöldið. Chauncey Billups skoraði 21 stig fyrir Detroit, Richard Hamilton 20 og Rasheed Wallace nítján. Stigahæstur hjá Philadelphia var Andre Iguodala með 21 stig. NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira
Tímabilið er búið hjá þeim Shaquille O'Neal og Jason Kidd þar sem lið þeirra, Phoenix og Dallas, duttu úr leik í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í nótt. San Antonio vann Phoenix í nótt og New Orleans vann Dallas en báðum rimmunum lauk með 4-1 sigri. Þá vann Detroit sigur á Philadelphia og Houston fór létt með Utah. Þetta eru án efa mikil vonbrigði fyrir bæði þessi lið þar sem þau ákváðu seint á tímabilinu að fá til sín stjörnuleikmenn sem eru þó báðir komnir til ára sinna. Phoenix fékk Shaquille O'Neal og Dallas fékk Jason Kidd. San Antonio vann Phoenix, 92-87, en staðan var jöfn, 85-85, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. San Antonio reyndist sterkara á lokasprettinum. Phoenix tapaði boltanum einu sinni og klikkaði á tveimur þriggja stiga tilraunum á meðan að San Antonio sigldi fram úr með því að setja niður vítaköst. San Antonio hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en Phoenix átti góðan þriðja leikhluta og kom sér í forystu fyrir lokaleikhlutann. Hann var jafn og spennandi allt fram á lokamínúturnar. Tony Parker var með 31 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan bætti við 29 auk þess sem hann tók sautján fráköst. Boris Diaw var stigahæstur hjá Phoenix með 22 stig en fjórir aðrir leikmenn Phoenix skoruðu meira en tíu stig. San Antonio mætir nú New Orleans í næstu umferð en síðarnefnda liðið verður með heimavallarréttinn í þeirri rimmu. New Orleans vann Dallas, 99-94, eftir að hafa leitt í hálfleik, 54-39. Dallas náði sér hins vegar mun betur á strik í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í þrjú stig þegar aðeins 33 sekúndur voru til leiksloka. Peja Stojakovic var hins vegar öryggið uppmálað á vítalínunni er fimm sekúndur voru eftir og setti niður bæði vítaköstin og tryggði þar með fimm stiga sigur. Það var mikill hiti í mönnum undir lok leiksins en Jerry Stackhouse var vísað af vellinum þegar skammt var til leiksloka fyrir sína aðra tæknivillu í leiknum. Hann sló boltann úr höndum Chris Paul og reifst svo við David West í kjölfarið. Paul átti enn einn stórleikinn og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 24 stig, gaf fimmtán stoðsendingar og tók ellefu fráköst. West skoraði 25 stig. Stigahæstur hjá Dallas var Dirk Nowitski með 22 stig og þrettán fráköst. Houston vann Utah, 95-69, og minnkaði þar með muninn í rimmunni í 3-2. Utah getur þó enn klárað rimmuna á heimavelli á föstudagskvöldið. Utah er með sterkasta heimavöllinn í deildinni í ár en Houston virðist þó hafa ágætis tök á Utah í Salt Lake City. Liðið var fyrst til að vinna Utah þar í vetur og vann þriðja leikinn í rimmunni þar einnig. Sigurinn var afar öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en Tracy McGrady var stigahæstur með 29 stig, Luis Scola bætti við átján stigum auk þess sem hann tók tólf fráköst. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með nítján stig og tíu fráköst. Deron Williams skoraði þrettán stig og gaf sex stoðsendingar. Detroit vann Philadelphia, 98-81, og tók þar með forystuna í fyrsta skipti rimmunni, 3-2. Detroit getur klárað rimmuna í Philadelphia á fimmtudagskvöldið. Chauncey Billups skoraði 21 stig fyrir Detroit, Richard Hamilton 20 og Rasheed Wallace nítján. Stigahæstur hjá Philadelphia var Andre Iguodala með 21 stig.
NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira