San Antonio í úrslit Vesturdeildar 20. maí 2008 03:52 Tony Parker og Manu Ginobili fóru fyrir liði meistaranna í nótt NordcPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio Spurs sýndu mikla seiglu í nótt þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 91-82 útisigri á New Orleans Hornets í oddaleik liðanna. San Antonio lenti 2-0 og 3-2 undir í einvíginu, en leiddi frá fyrstu mínútu í leiknum í nótt. Liðið náði mest 17 stiga forskoti í síðari hálfleik, en heimamenn tóku við sér í blálokin og náðu að gera leikinn spennandi. Hornets-menn fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á síðustu 2 mínútunum, en meistararnir náðu að halda haus og klára leikinn. Tölfræði leiksins Fyrstu sex leikirnir í einvíginu voru mjög ójafnir og þó rimma liðanna hafi farið í sjö leiki, unnust þeir með að meðaltali tæpum 17 stigum. Það var mesti munurinn í öllum fjórum undanúrslitarimmunum. Manu Ginobili var atkvæðamestur í liði San Antonio með 26 stig, en hitti reyndar aðeins úr 6 af 19 skotum sínum utan af velli. Tony Parker skoraði 17 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst. Það voru ekki síst varamenn á borð við Ime Udoka, Robert Horry og Michael Finley sem gerðu gæfumuninn með fínu sóknarframlagi af bekknum. "Við trúðum því allan tímann að við gætum unnið á útivelli í þessu einvígi. Það var ekki síst fyrir reynslu okkar að við höfðum sjálfstraustið til að klára þetta," sagði Tim Duncan, leikmaður San Antonio. Byron Scott og Chris Paul voru mennirnir á bak við öskubuskuævintýrið hjá New Orleans í veturNordicPhotos/GettyImages Hornets-menn reynslunni ríkari David West skoraði 12 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, Chris Paul skoraði 18 stig, gaf 14 stoðsendingar, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum og Jannero Pargo skoraði 18 stig af bekknum. Þar með er öskubuskuævintýri New Orleans í vetur lokið, en liðið fór lengra en nokkur maður þorði að vona í haust. Ljóst er að liðið á framtíðina fyrir sér, en ef til vill sýndi reynsluleysi leikmanna liðsins sig loksins í þessum oddaleik gegn reyndu liði Spurs. "Ég vil að strákarnir muni hvernig tilfinning það er að tapa svona leik alveg þangað til við byrjum að undirbúa næsta tímabil. Menn þurfa að ganga í gegn um ýmislegt áður en þeir geta fundið hvað það er góð tilfinning að klára svona einvígi. Maður fer einfaldlega ekki frá því að komast ekki í úrslitakeppnina og beint í að vinna titil. Þannig gengur þetta ekki fyrir sig. En við erum á réttri leið," sagði Byron Scott, þjálfari New Orleans. San Antonio varð NBA meistari árin 1999, 2003, 2005 og 2007, en hefur ekki gengið vel árin eftir að liðið hefur orðið meistari. Sigur liðsins í nótt þýddi að liðið er í fyrsta skipti að komast upp úr annari umferð árið eftir að það landar titlinum. San Antonio mætir Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar og þegar var orðið ljóst að það verða Boston og Detroit sem kljást í úrslitum Austurdeildar. Stöð 2 Sport hefur beinar útsendingar frá rimmunum næsta föstudagskvöld. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs sýndu mikla seiglu í nótt þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 91-82 útisigri á New Orleans Hornets í oddaleik liðanna. San Antonio lenti 2-0 og 3-2 undir í einvíginu, en leiddi frá fyrstu mínútu í leiknum í nótt. Liðið náði mest 17 stiga forskoti í síðari hálfleik, en heimamenn tóku við sér í blálokin og náðu að gera leikinn spennandi. Hornets-menn fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á síðustu 2 mínútunum, en meistararnir náðu að halda haus og klára leikinn. Tölfræði leiksins Fyrstu sex leikirnir í einvíginu voru mjög ójafnir og þó rimma liðanna hafi farið í sjö leiki, unnust þeir með að meðaltali tæpum 17 stigum. Það var mesti munurinn í öllum fjórum undanúrslitarimmunum. Manu Ginobili var atkvæðamestur í liði San Antonio með 26 stig, en hitti reyndar aðeins úr 6 af 19 skotum sínum utan af velli. Tony Parker skoraði 17 stig og Tim Duncan skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst. Það voru ekki síst varamenn á borð við Ime Udoka, Robert Horry og Michael Finley sem gerðu gæfumuninn með fínu sóknarframlagi af bekknum. "Við trúðum því allan tímann að við gætum unnið á útivelli í þessu einvígi. Það var ekki síst fyrir reynslu okkar að við höfðum sjálfstraustið til að klára þetta," sagði Tim Duncan, leikmaður San Antonio. Byron Scott og Chris Paul voru mennirnir á bak við öskubuskuævintýrið hjá New Orleans í veturNordicPhotos/GettyImages Hornets-menn reynslunni ríkari David West skoraði 12 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, Chris Paul skoraði 18 stig, gaf 14 stoðsendingar, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum og Jannero Pargo skoraði 18 stig af bekknum. Þar með er öskubuskuævintýri New Orleans í vetur lokið, en liðið fór lengra en nokkur maður þorði að vona í haust. Ljóst er að liðið á framtíðina fyrir sér, en ef til vill sýndi reynsluleysi leikmanna liðsins sig loksins í þessum oddaleik gegn reyndu liði Spurs. "Ég vil að strákarnir muni hvernig tilfinning það er að tapa svona leik alveg þangað til við byrjum að undirbúa næsta tímabil. Menn þurfa að ganga í gegn um ýmislegt áður en þeir geta fundið hvað það er góð tilfinning að klára svona einvígi. Maður fer einfaldlega ekki frá því að komast ekki í úrslitakeppnina og beint í að vinna titil. Þannig gengur þetta ekki fyrir sig. En við erum á réttri leið," sagði Byron Scott, þjálfari New Orleans. San Antonio varð NBA meistari árin 1999, 2003, 2005 og 2007, en hefur ekki gengið vel árin eftir að liðið hefur orðið meistari. Sigur liðsins í nótt þýddi að liðið er í fyrsta skipti að komast upp úr annari umferð árið eftir að það landar titlinum. San Antonio mætir Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar og þegar var orðið ljóst að það verða Boston og Detroit sem kljást í úrslitum Austurdeildar. Stöð 2 Sport hefur beinar útsendingar frá rimmunum næsta föstudagskvöld. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Sjá meira