Körfubolti

New Orleans vann fjórða leikinn í röð

James Posey tryggði Hornets sigurinn í nótt
James Posey tryggði Hornets sigurinn í nótt NordicPhotos/GettyImages

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans vann fimmta leikinn í röð þegar liðið skellti Denver á útivelli 105-101.

Það var James Posey sem tryggði New Orleans sigurinn með þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok, en hann kom til liðsins frá Boston í sumar.

Chris Paul var stigahæstur gestanna með 22 stig og 10 stoðsendingar, Rashual Butler skoraði 17 og Peja Stojakovic 17.

JR Smith var atkvæðamestur hjá Denver með 32 stig af bekknum á aðeins 33 mínútum og Carmelo Anthony skoraði 24 stig.

Orlando færði Washington enn eitt tapið með 105-90 útisigri. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando og HedoTurkoglu skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst. Caron Butler skoraði 25 stig fyrir Washington sem hefur tapað ellefu af þrettán fyrstu leikjum sínum í deildinni.

Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni.

Rétt er að minna áhugafólk um NBA boltann á beina útsendingu frá leik Phoenix Suns og Miami Heat á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×