Valur Ingimundar: Við erum á byrjunarreit 17. október 2008 12:46 Logi Gunnarsson sneri sig á ökkla í gær og gat lítið beitt sér í síðari hálfleiknum Mynd/BB "Það er alltaf gott að vera sleginn niður annað slagið, það vekur mann," sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir að hans menn fengu 103-78 skell gegn nýliðum FSu í gær. Þessi úrslit komu mörgum á óvart, en við nánari skoðun kemur í ljós að kannski voru úrslitin ekki jafn óvænt og ætla mætti. Nýliðar FSu eru með hörkulið sem samanstendur af ungum leikmönnum sem þekkjast nokkuð vel og spila stíft undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar. "Mér fannst við bara taka upp þráðinn frá því í fyrra. Það er góður taktur í liðinu og strákarnir hafa þroskast mikið á síðasta ári. Ég upplifði Njarðvíkurliðið ekki eins sterkt og margir aðrir og hefði orðið fúll ef við hefðum tapað þessum leik. En við höldum okkur alveg á jörðinni og eigum Tindastól í næsta leik. Ég held að Tindastóll sé með hörkulið og verði sterkir í vetur," sagði Brynjar Karl í samtali við Vísi. Mikil vinna framundan hjá Njarðvíkingum Valur Ingimundarson þjálfari er að byggja upp nánast frá grunni í Njarðvík eftir mikla uppstokkun í sumar. Liðinu var þrátt fyrir það spáð fjórða sætinu í árlegri spá forráðamanna félaganna í vikunni. Njarðvíkingar létu erlendu leikmennina sína fara á dögunum og uppistaðan í liðinu er þrír landsliðsmenn. Aðrir leikmenn í liðinu hafa litla reynslu af því að spila í úrvalsdeild. Njarðvíkingar léku án Magnúsar Gunnarssonar landsliðsmanns á Selfossi í gær, en hann tók út leikbann. Annar landsliðsmaður og helsta stjarna liðsins, Logi Gunnarsson, sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik og gat lítið beitt sér eftir það. Þá urðu Njarðvíkingar fyrir blóðtöku þegar varamaðurinn Ágúst Dearborn sleit vöðva í kálfa og verður hann því ekki með liðnu á næstunni. FSu getur unnið hvaða lið sem erÁgúst Dearborn meiddist í gærBB"Þetta verður kannski dálítið skrítinn vetur. Við erum fámennir því við ætluðum að byggja liðið upp á erlendum leikmönnum. Við tökum bara við þessu eins og þetta er og allir eru staðráðnir í að standa sig þó við séum með einn þynnsta hópinn í deildinni," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi. "Við erum bara rétt að komast af stað eftir að hafa misst allt liðið í burtu og erum á byrjunarreit. Það voru til dæmis þrír sextán ára strákar að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í gær," sagði Valur. Valur segir góðan anda í hópnum hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir hræringarnar í sumar og haust og segir leikmenn staðráðna í að hafa gaman af því að spila í vetur. Hann var hrifinn af spilamennsku FSu í gær. "Þetta FSu lið kom mér verulega á óvart. Þeir voru mjög góðir í gær og á góðum degi getur þetta lið unnið hvaða lið sem er." Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
"Það er alltaf gott að vera sleginn niður annað slagið, það vekur mann," sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir að hans menn fengu 103-78 skell gegn nýliðum FSu í gær. Þessi úrslit komu mörgum á óvart, en við nánari skoðun kemur í ljós að kannski voru úrslitin ekki jafn óvænt og ætla mætti. Nýliðar FSu eru með hörkulið sem samanstendur af ungum leikmönnum sem þekkjast nokkuð vel og spila stíft undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar. "Mér fannst við bara taka upp þráðinn frá því í fyrra. Það er góður taktur í liðinu og strákarnir hafa þroskast mikið á síðasta ári. Ég upplifði Njarðvíkurliðið ekki eins sterkt og margir aðrir og hefði orðið fúll ef við hefðum tapað þessum leik. En við höldum okkur alveg á jörðinni og eigum Tindastól í næsta leik. Ég held að Tindastóll sé með hörkulið og verði sterkir í vetur," sagði Brynjar Karl í samtali við Vísi. Mikil vinna framundan hjá Njarðvíkingum Valur Ingimundarson þjálfari er að byggja upp nánast frá grunni í Njarðvík eftir mikla uppstokkun í sumar. Liðinu var þrátt fyrir það spáð fjórða sætinu í árlegri spá forráðamanna félaganna í vikunni. Njarðvíkingar létu erlendu leikmennina sína fara á dögunum og uppistaðan í liðinu er þrír landsliðsmenn. Aðrir leikmenn í liðinu hafa litla reynslu af því að spila í úrvalsdeild. Njarðvíkingar léku án Magnúsar Gunnarssonar landsliðsmanns á Selfossi í gær, en hann tók út leikbann. Annar landsliðsmaður og helsta stjarna liðsins, Logi Gunnarsson, sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik og gat lítið beitt sér eftir það. Þá urðu Njarðvíkingar fyrir blóðtöku þegar varamaðurinn Ágúst Dearborn sleit vöðva í kálfa og verður hann því ekki með liðnu á næstunni. FSu getur unnið hvaða lið sem erÁgúst Dearborn meiddist í gærBB"Þetta verður kannski dálítið skrítinn vetur. Við erum fámennir því við ætluðum að byggja liðið upp á erlendum leikmönnum. Við tökum bara við þessu eins og þetta er og allir eru staðráðnir í að standa sig þó við séum með einn þynnsta hópinn í deildinni," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi. "Við erum bara rétt að komast af stað eftir að hafa misst allt liðið í burtu og erum á byrjunarreit. Það voru til dæmis þrír sextán ára strákar að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í gær," sagði Valur. Valur segir góðan anda í hópnum hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir hræringarnar í sumar og haust og segir leikmenn staðráðna í að hafa gaman af því að spila í vetur. Hann var hrifinn af spilamennsku FSu í gær. "Þetta FSu lið kom mér verulega á óvart. Þeir voru mjög góðir í gær og á góðum degi getur þetta lið unnið hvaða lið sem er."
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira