Körfubolti

Houston, Orlando og Washington tóku við sér

Elvar Geir Magnússon skrifar
Calderon að skora fyrir Toronto í nótt.
Calderon að skora fyrir Toronto í nótt.

Þrír leikir voru í úrslitakeppni NBA í nótt. Í öllum þeim leikjum tókst liðinu sem var undir 2-0 í rimmunum að vinna og minnka því muninn í 2-1.

Toronto Raptors vaknaði loks gegn Orlando Magic og vann 108-94 sigur í Kanada. Sigur Toronto var aldrei í hættu en liðið hafði góða forystu lengst af leiks en Orlando tókst að saxa á hana undir lokin.

T.J. Ford var stigahæstur í liði Toronto með 21 stig og þá skoraði Jose Calderon 18. Í liði Orlando skoraði Hedo Turkoglu mest eða 26 stig. Orlando leiðir einvígið 2-1.

Houston gerði góða hluti gegn Utah og vann á útivelli 94-92. Tracy McGrady var með 27 stig fyrir Houston og 7 stoðsendingar. Rafer Alston skoraði 20 stig. Í liði Utah var Deron Williams stigahæstur með 28 stig. Utah leiðir einvígið 2-1.

Stigaskor Washington skiptist vel á milli manna þegar liðið vann Cleveland 108-72. DeShawn Stevenson var með 19 stig, Roger Mason 18 og Caron Butler 17 í liði Washington. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Cleveland sem leiðir einvígið 2-1.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×