Fótbolti

Viking vill 53 milljónir fyrir Birki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Bjarnason í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Birkir Bjarnason í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Nordic Photos / Bongarts
Viking vill fá þrjár milljónir norskra króna fyrir Birki Bjarnason eða um 53 milljónir króna. Þetta kemur fram í Aftenposten í dag.

Birkir er samningsbundinn Viking en var lánaður til Bodö/Glimt á síðasta keppnistímabili þar sem hann þótti standa sig afar vel.

Forráðamenn Glimt höfðu áhuga á að kaupa hann en gerðu það ekki þegar í ljós kom að verðmiðinn á Birki hafði tvöfaldast á átta mánuðum.

Þegar Birkir var lánaður til félagsins á sínum tíma hafði Glimt rétt á að kaupa Birki á eina og hálfa milljón norskra króna fyrir 31. mars.

Aftonbladet hefur einnig eftir sínum heimildum að Viking vilji frá 40 prósent af endursöluverði Birkis til viðbótar við milljónirnar þrjár.

Egil Östenstad, yfirmaður íþróttamála hjá Viking, sagði að félagið hefði boðið Birki nýjan samning en hann ætti enn eftir að fá svar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×