Fótbolti

Veigar í liði ársins í Noregi

Elvar Geir Magnússon skrifar

Aftenposten í Noregi hefur verið að gera upp tímabilið í Noregi. Veigar Páll Gunnarsson er í úrvalsliði tímabilsins en hann lék lykilhlutverk með meistaraliðinu Stabæk.

Tveir leikmenn Stabæk prýða þetta úrvalslið en auk Veigars er það Brasilíumaðurinn Alanzinho sem valinn var leikmaður ársins hjá Aftenposten. Hér að neðan má sjá úrvalslið Aftenposten en meðaleinkunn leikmanna er innan sviga.

Markvörður: Eddie Gustafsson, Lyn (5,76)

Hægri bakvörður: Tom Høgli, Tromsø (5,21)

Miðvörður: Tore Reginussen, Tromsø (5,68)

Miðvörður: Raio Piiroja, Fredrikstad (5,35)

Vinstri bakvörður: Hans Åge Yndestad, Tromsø (5,09)

Hægri kantur: Nicolai Stokholm, Viking (5,21)

Djúpur miðjumaður: Kasey Wehrman, Fredrikstad (5,59)

Vinstri kantur: Alanzinho, Stabæk (5,88)

Sókndjarfur miðjumaður: Marek Sapara, Rosenborg (5,64)

Framherji: Morten Moldskred, Tromsø (5,35)

Framherji: Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk (5,19)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×