Breskir bankar eiga í erfiðleikum með endurfjármögnun 13. apríl 2008 18:45 Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi. Helsta dagskrármálið á fundinum verður versnandi ástand á fasteignamarkaði í Bretlandi. Hús seljast ekki. Erfitt er að fá lán. Þeir sem ætla að kaupa fyrstu fasteign halda að sér höndum - bíða eftir að verðið lækki enn meira. Brown hvatti í dag breska banka til að lækka vexti sína í samræmi við vaxtalækkanir Bretlandsbanka síðasta árið og skila því þannig áfram til viðskiptavina sinna. Einnig hvatti hann breska banka - sem og banka annarra landa - til að taka sig saman greina ítarlega frá tapi sínu vegna undirmálslána á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Þannig verði betur hægt að greina umfang vandans - sér í lagi fyrir hvert land fyrir sig. Brown verður að mati sérfræðinga að spíta í lófana ætli hann ekki að láta lausafjárkreppuna draga sig og stjórn sína niður enn frekar í könnunum en orðið er. Persónulegar vinsældir forsætisráðherrans hafa minnkað hraðar er hjá nokkrum öðrum breskum forsætisráðherra frá því mælingarhófust á fjórða áratug síðustu aldar. Frá því í águst í fyrra hefur stuðningur við hann farið úr 48 stigum í mínus 37 stig samkvæmt sérstökum skala sem mælir mætur á forsætisráðherra. Flokkur leiðtogans fær líka slæma útreið í nýrri könnun breska blaðsins Sunday Times. Þar njóta Íhaldsmenn 44 prósenta fylgis en Verkamannaflokkur Browns 28 prósenta stuðnings. Frjálslyndir demókratar fá 17 prósent. Talið er að staðan á lána- og húsnæðismarkaði ráði mestu um fylgistapið hjá ráðherra sem talin var með föst tök á efnahagsmálum í tíu ár sem fjármálaráðherra. Nú hefur sú ímynd beðið hnekki og því metið mikilvægt að boða til fundarins með bankastjórunum í vikunni og byrjað að endurheimta traustið. Viðskipti Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi. Helsta dagskrármálið á fundinum verður versnandi ástand á fasteignamarkaði í Bretlandi. Hús seljast ekki. Erfitt er að fá lán. Þeir sem ætla að kaupa fyrstu fasteign halda að sér höndum - bíða eftir að verðið lækki enn meira. Brown hvatti í dag breska banka til að lækka vexti sína í samræmi við vaxtalækkanir Bretlandsbanka síðasta árið og skila því þannig áfram til viðskiptavina sinna. Einnig hvatti hann breska banka - sem og banka annarra landa - til að taka sig saman greina ítarlega frá tapi sínu vegna undirmálslána á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Þannig verði betur hægt að greina umfang vandans - sér í lagi fyrir hvert land fyrir sig. Brown verður að mati sérfræðinga að spíta í lófana ætli hann ekki að láta lausafjárkreppuna draga sig og stjórn sína niður enn frekar í könnunum en orðið er. Persónulegar vinsældir forsætisráðherrans hafa minnkað hraðar er hjá nokkrum öðrum breskum forsætisráðherra frá því mælingarhófust á fjórða áratug síðustu aldar. Frá því í águst í fyrra hefur stuðningur við hann farið úr 48 stigum í mínus 37 stig samkvæmt sérstökum skala sem mælir mætur á forsætisráðherra. Flokkur leiðtogans fær líka slæma útreið í nýrri könnun breska blaðsins Sunday Times. Þar njóta Íhaldsmenn 44 prósenta fylgis en Verkamannaflokkur Browns 28 prósenta stuðnings. Frjálslyndir demókratar fá 17 prósent. Talið er að staðan á lána- og húsnæðismarkaði ráði mestu um fylgistapið hjá ráðherra sem talin var með föst tök á efnahagsmálum í tíu ár sem fjármálaráðherra. Nú hefur sú ímynd beðið hnekki og því metið mikilvægt að boða til fundarins með bankastjórunum í vikunni og byrjað að endurheimta traustið.
Viðskipti Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira