Breskir bankar eiga í erfiðleikum með endurfjármögnun 13. apríl 2008 18:45 Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi. Helsta dagskrármálið á fundinum verður versnandi ástand á fasteignamarkaði í Bretlandi. Hús seljast ekki. Erfitt er að fá lán. Þeir sem ætla að kaupa fyrstu fasteign halda að sér höndum - bíða eftir að verðið lækki enn meira. Brown hvatti í dag breska banka til að lækka vexti sína í samræmi við vaxtalækkanir Bretlandsbanka síðasta árið og skila því þannig áfram til viðskiptavina sinna. Einnig hvatti hann breska banka - sem og banka annarra landa - til að taka sig saman greina ítarlega frá tapi sínu vegna undirmálslána á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Þannig verði betur hægt að greina umfang vandans - sér í lagi fyrir hvert land fyrir sig. Brown verður að mati sérfræðinga að spíta í lófana ætli hann ekki að láta lausafjárkreppuna draga sig og stjórn sína niður enn frekar í könnunum en orðið er. Persónulegar vinsældir forsætisráðherrans hafa minnkað hraðar er hjá nokkrum öðrum breskum forsætisráðherra frá því mælingarhófust á fjórða áratug síðustu aldar. Frá því í águst í fyrra hefur stuðningur við hann farið úr 48 stigum í mínus 37 stig samkvæmt sérstökum skala sem mælir mætur á forsætisráðherra. Flokkur leiðtogans fær líka slæma útreið í nýrri könnun breska blaðsins Sunday Times. Þar njóta Íhaldsmenn 44 prósenta fylgis en Verkamannaflokkur Browns 28 prósenta stuðnings. Frjálslyndir demókratar fá 17 prósent. Talið er að staðan á lána- og húsnæðismarkaði ráði mestu um fylgistapið hjá ráðherra sem talin var með föst tök á efnahagsmálum í tíu ár sem fjármálaráðherra. Nú hefur sú ímynd beðið hnekki og því metið mikilvægt að boða til fundarins með bankastjórunum í vikunni og byrjað að endurheimta traustið. Viðskipti Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi. Helsta dagskrármálið á fundinum verður versnandi ástand á fasteignamarkaði í Bretlandi. Hús seljast ekki. Erfitt er að fá lán. Þeir sem ætla að kaupa fyrstu fasteign halda að sér höndum - bíða eftir að verðið lækki enn meira. Brown hvatti í dag breska banka til að lækka vexti sína í samræmi við vaxtalækkanir Bretlandsbanka síðasta árið og skila því þannig áfram til viðskiptavina sinna. Einnig hvatti hann breska banka - sem og banka annarra landa - til að taka sig saman greina ítarlega frá tapi sínu vegna undirmálslána á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Þannig verði betur hægt að greina umfang vandans - sér í lagi fyrir hvert land fyrir sig. Brown verður að mati sérfræðinga að spíta í lófana ætli hann ekki að láta lausafjárkreppuna draga sig og stjórn sína niður enn frekar í könnunum en orðið er. Persónulegar vinsældir forsætisráðherrans hafa minnkað hraðar er hjá nokkrum öðrum breskum forsætisráðherra frá því mælingarhófust á fjórða áratug síðustu aldar. Frá því í águst í fyrra hefur stuðningur við hann farið úr 48 stigum í mínus 37 stig samkvæmt sérstökum skala sem mælir mætur á forsætisráðherra. Flokkur leiðtogans fær líka slæma útreið í nýrri könnun breska blaðsins Sunday Times. Þar njóta Íhaldsmenn 44 prósenta fylgis en Verkamannaflokkur Browns 28 prósenta stuðnings. Frjálslyndir demókratar fá 17 prósent. Talið er að staðan á lána- og húsnæðismarkaði ráði mestu um fylgistapið hjá ráðherra sem talin var með föst tök á efnahagsmálum í tíu ár sem fjármálaráðherra. Nú hefur sú ímynd beðið hnekki og því metið mikilvægt að boða til fundarins með bankastjórunum í vikunni og byrjað að endurheimta traustið.
Viðskipti Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira