Umfjöllun: Annað tap KR í Ljónagryfjunni á tæpri viku Ómar Þorgeirsson skrifar 6. nóvember 2009 23:04 Frá leik KR og Njarðvík síðasta vetur. Mynd/Anton Njarðvík vann frækinn 90-86 sigur gegn KR í 32-liða úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Þetta var annað tap KR gegn Njarðvík á tæpri viku en Njarðvíkingar unnu einnig deildarleik liðanna í Njarðvík á dögunum. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en staðan var 12-12 þegar hann var hálfnaður og 24-24 að honum loknum. Í öðrum leikhluta virtust heimamenn í Njarðvík, sem voru studdir rækilega af troðfullri Ljónagryfjunni, vera að ná yfirhöndinni en gestirnir í KR náðu að klóra sig aftur inn í leikinn með mikilli baráttu og leiddu í hálfleik 39-44. Brynjar Þór Björnsson var að leika vel með KR á þeim tímapunkti en kanarnir Semaj Inge og Tommy Johnson höfðu sig þá hæga og Fannar Ólafsson var kominn í villuvandræði. Í þriðja leikhluta breyttist gangur leiksins mjög og skyttur liðanna fengu að njóta sín. Njarðvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var allt í öllu hjá heimamönnum og setti niður fjóra þrista í leikhlutanum og hélt Njarðvík inni í leiknum. Flest benti hins vegar til þess að KR færi inn í lokaleikhlutann með fjögurra stiga forystu en Kristján Rúnar Sigurðursson setti þá niður rándýra flatukörfu og minnkaði muninn niður í eitt stig, 65-66 og allt ætlaði um koll að keyra á pöllunum. Lokamínúturnar voru æsispennandi en þá voru Njarðvíkingar skyndilega komnir með yfirhöndina. Staðan var 86-84 Njarðvík í vil þegar ein mínúta lifði leiks en KR var með boltann. Tommy Smith reyndi þá þriggja stig skot sem geigaði og Njarðvíkingar fengu boltann og KR-ingar brutu á Guðmundi Jónssyni. Guðmundur sýndi að hann er með stáltaugar og setti niður bæði vítaskotin og kom Njarðvík í 88-84. Leikurinn kláraðist svo á vítalínunni þar sem Jóhann Árni Ólafsson setti niður tvö vítaskot á lokakaflanum fyrir Njarðvík á meðan Fannar Ólafsson gerði slíkt hið sama fyrir KR og lokatölur sem segir 90-86.Tölfræðin: Njarðvík-KR 90-86 (39-44)Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 28, Jóhann Árni Ólafsson 18, Guðmundur Jónsson 11, Friðrik Stefánsson 10, Páll Kristinsson 10, Hjörtur Einarsson 6, Rúnar Erlingsson 4, Kristján Sigurðsson 3.Stig KR: Semaj Inge 19, Brynjar Þór Björnsson 14, Finnur Atli Magnússon 14, Fannar Ólafsson 11, Tommy Johnson 9, Darri Hilmarsson 7, Skarphéðinn Ingason 7, Jón Orri Kristjánsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Njarðvík vann frækinn 90-86 sigur gegn KR í 32-liða úrslitum Subway-bikars karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Þetta var annað tap KR gegn Njarðvík á tæpri viku en Njarðvíkingar unnu einnig deildarleik liðanna í Njarðvík á dögunum. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en staðan var 12-12 þegar hann var hálfnaður og 24-24 að honum loknum. Í öðrum leikhluta virtust heimamenn í Njarðvík, sem voru studdir rækilega af troðfullri Ljónagryfjunni, vera að ná yfirhöndinni en gestirnir í KR náðu að klóra sig aftur inn í leikinn með mikilli baráttu og leiddu í hálfleik 39-44. Brynjar Þór Björnsson var að leika vel með KR á þeim tímapunkti en kanarnir Semaj Inge og Tommy Johnson höfðu sig þá hæga og Fannar Ólafsson var kominn í villuvandræði. Í þriðja leikhluta breyttist gangur leiksins mjög og skyttur liðanna fengu að njóta sín. Njarðvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var allt í öllu hjá heimamönnum og setti niður fjóra þrista í leikhlutanum og hélt Njarðvík inni í leiknum. Flest benti hins vegar til þess að KR færi inn í lokaleikhlutann með fjögurra stiga forystu en Kristján Rúnar Sigurðursson setti þá niður rándýra flatukörfu og minnkaði muninn niður í eitt stig, 65-66 og allt ætlaði um koll að keyra á pöllunum. Lokamínúturnar voru æsispennandi en þá voru Njarðvíkingar skyndilega komnir með yfirhöndina. Staðan var 86-84 Njarðvík í vil þegar ein mínúta lifði leiks en KR var með boltann. Tommy Smith reyndi þá þriggja stig skot sem geigaði og Njarðvíkingar fengu boltann og KR-ingar brutu á Guðmundi Jónssyni. Guðmundur sýndi að hann er með stáltaugar og setti niður bæði vítaskotin og kom Njarðvík í 88-84. Leikurinn kláraðist svo á vítalínunni þar sem Jóhann Árni Ólafsson setti niður tvö vítaskot á lokakaflanum fyrir Njarðvík á meðan Fannar Ólafsson gerði slíkt hið sama fyrir KR og lokatölur sem segir 90-86.Tölfræðin: Njarðvík-KR 90-86 (39-44)Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 28, Jóhann Árni Ólafsson 18, Guðmundur Jónsson 11, Friðrik Stefánsson 10, Páll Kristinsson 10, Hjörtur Einarsson 6, Rúnar Erlingsson 4, Kristján Sigurðsson 3.Stig KR: Semaj Inge 19, Brynjar Þór Björnsson 14, Finnur Atli Magnússon 14, Fannar Ólafsson 11, Tommy Johnson 9, Darri Hilmarsson 7, Skarphéðinn Ingason 7, Jón Orri Kristjánsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira