Rúnar Sigtryggsson: Lykilmenn kiknuðu undan álagi Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. október 2009 21:52 Rúnar Sigtryggsson. Hefur lagt skóna á hilluna og lætur þjálfun Akureyrar duga. Fréttablaðið/Anton Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að lykilmenn hafi brugðist þegar Akureyri tapaði fyrir FH 27-30 í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Ofanritaður er honum algjörlega sammála. Þrír markahæstu leikmenn liðsins eru allir kornungir og eldri menn voru slakir. Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum í seinni hálfleik. „Og sex mörk á 28 og hálfri," bætti Rúnar við þegar þessi staðreynd var borin fyrir hann. „Við erum útaf fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik og þær mínútur vinna þeir 4-0. Þeir komast yfir og þetta verður erfitt fyrir okkur. Eftir þetta erum við að fá hraðaupphlaup og getum komið okkur inn í leikinn en því miður skorum við ekki úr neinu þeirra," sagði Rúnar en skot leikmanna liðsins voru mörg hver hræðilega slök, beint á Pálmar í marki FH eða ekki á rammann. „Við erum einfaldlega ekki að vanda okkur nógu mikið gegn markmanninum. Skotnýtingin var slök og ég held að við höfum klikkað úr meira en helmingi fleiri skotum í seinni hálfleik en þeim fyrri," sagði þjálfarinn. Hann var svo spurður út í skýringar á slökum leik liðsins í seinni hálfleik. „Það var náttúrulega þannig að elstu menn liðsins kiknuðu undan álagi, eins og við hinir, þessir sem eiga að draga vagninn. Það er kannski eðlilegt að yngri strákarnir þoli þetta ekki. En það þýðir ekki að allt liðið eigi að gera það líka. Lykilmenn misstu hausinn í seinni hálfleik og við megum ekki við því." „Við erum ekki nógu klókir og erum líka að fá á okkur fáránlega brottvísanir. Við gerðum okkur mjög erfitt fyrir," sagði Rúnar en Akureyri er nú með eitt stig eftir þrjá leiki í deildinni. „Við vissum að við gætum verið með sex stig eða ekkert stig, en auðvitað vildum við vera með fleiri stig. Við höfum fengið erfiða leiki en það er engin afsökun. Við erum á heimavelli með fullt hús af áhorfendum, hvað viljum við meira? Við fáum frábæran stuðning og þetta er bara það sem við erum að biðja um og bíða eftir. Þá þurfum við að standa okkur líka. Kannski fáum við einn séns í viðbót til að sanna okkur, það væri klassi," sagði hreinskilinn Rúnar Sigtryggsson í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að lykilmenn hafi brugðist þegar Akureyri tapaði fyrir FH 27-30 í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Ofanritaður er honum algjörlega sammála. Þrír markahæstu leikmenn liðsins eru allir kornungir og eldri menn voru slakir. Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum í seinni hálfleik. „Og sex mörk á 28 og hálfri," bætti Rúnar við þegar þessi staðreynd var borin fyrir hann. „Við erum útaf fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik og þær mínútur vinna þeir 4-0. Þeir komast yfir og þetta verður erfitt fyrir okkur. Eftir þetta erum við að fá hraðaupphlaup og getum komið okkur inn í leikinn en því miður skorum við ekki úr neinu þeirra," sagði Rúnar en skot leikmanna liðsins voru mörg hver hræðilega slök, beint á Pálmar í marki FH eða ekki á rammann. „Við erum einfaldlega ekki að vanda okkur nógu mikið gegn markmanninum. Skotnýtingin var slök og ég held að við höfum klikkað úr meira en helmingi fleiri skotum í seinni hálfleik en þeim fyrri," sagði þjálfarinn. Hann var svo spurður út í skýringar á slökum leik liðsins í seinni hálfleik. „Það var náttúrulega þannig að elstu menn liðsins kiknuðu undan álagi, eins og við hinir, þessir sem eiga að draga vagninn. Það er kannski eðlilegt að yngri strákarnir þoli þetta ekki. En það þýðir ekki að allt liðið eigi að gera það líka. Lykilmenn misstu hausinn í seinni hálfleik og við megum ekki við því." „Við erum ekki nógu klókir og erum líka að fá á okkur fáránlega brottvísanir. Við gerðum okkur mjög erfitt fyrir," sagði Rúnar en Akureyri er nú með eitt stig eftir þrjá leiki í deildinni. „Við vissum að við gætum verið með sex stig eða ekkert stig, en auðvitað vildum við vera með fleiri stig. Við höfum fengið erfiða leiki en það er engin afsökun. Við erum á heimavelli með fullt hús af áhorfendum, hvað viljum við meira? Við fáum frábæran stuðning og þetta er bara það sem við erum að biðja um og bíða eftir. Þá þurfum við að standa okkur líka. Kannski fáum við einn séns í viðbót til að sanna okkur, það væri klassi," sagði hreinskilinn Rúnar Sigtryggsson í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira