Körfubolti

Hefur eitthvað breyst á 8 árum? - Logi mætir aftur í Síkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson í leik með Njarðvík.
Logi Gunnarsson í leik með Njarðvík. Mynd/Anton
Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík heimsækja í kvöld Tindastól í Iceland Express deild karla en þetta er frestaður leikur frá því úr 16. umferð. Leikurinn fer fram í Síkinu á Sauðárkróki en þetta verður fyrsti leikur Loga í þessu húsi síðan að hann varð Íslandsmeistari með Njarðvík vorið 2001. Logi lék erlendis frá 2001 til 2008 en hefur leikið með Njarðvík á þessu tímabili.

Logi kunni einstaklega vel við sig í Síkinu í lokaúrslitunum fyrir átta árum því hann braut þrjátíu stiga múrinn í báðum útileikjunum á móti Tindastól. Logi var með 36 stig, 5 stoðsendingar og 3 varin skot í leik tvö sem Njarðvík vann 100-79 og skoraði síðan 30 stig í leik fjögur sem Njarðvík vann 96-71 og tryggði sér þar með 3-1 sigur í úrslitaeinvíginu.

Logi skoraði því samtals 66 stig á 69 mínútum í þessum tveimur leikjum í Síkinu á Sauðárkróki og hitti úr 25 af 47 skotum sínum (53%) þar af 7 af 18 þriggja stiga skotum sínum. Í samanburði skoraði Logi samtals 25 stig á 62 mínútum í heimaleikjunum tveimur þar sem hann hitti bara úr 9 af 34 skotum sínum (26%).

Logi hefur verið að leika vel með Njarðvík á nýju ári þar sem hann hefur skorað 25,2 stig að meðaltali í fimm leikjum. Logi hefur skorað 23 stig eða meira í fjórum af þessum fimm leikjum þar af hefur hann tvisvar brotið þrjátíu stiga múrinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×