Séra Gunnar getur ekki hunsað biskup Stígur Helgason skrifar 17. október 2009 04:00 Séra Gunnar Björnsson er verulega ósáttur við ákvörðun biskups. Vel á annað hundrað manns mætti á opinn fund sem séra Gunnar Björnsson og stuðningsmenn hans stóðu fyrir á Selfossi í gærkvöldi. Fundurinn hófst með því að gestir sungu saman lagið Fyrr var oft í koti kátt, og voru fundargestir í kjölfarið hvattir til að tjá hug sinn allan. Tilefni fundarins var mál séra Gunnars, en biskup tilkynnti honum bréfleiðis í vikunni að til stæði að færa hann til í starfi. Biskup segir í bréfinu að sér sé vel ljóst að séra Gunnar hafi verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot. „Þrátt fyrir þá niðurstöðu er einsýnt af öllum atvikum að djúpstæður og alvarlegur trúnaðarbrestur hefur myndast milli yðar og þeirra sem fara með málefni safnaðarins,“ segir í bréfinu. „Slíkur trúnaðarbrestur milli sóknarprests og sóknarnefndar veldur því að kirkjulegu starfi í söfnuðinum verður ekki unnt að sinna með eðlilegum hætti ef þér komið til starfa að nýju og einingu innan sóknarinnar yrði beinlínis búin hætta af.“ Sú skylda hvíli á herðum biskups að beita sér fyrir lausn ágreiningsefna, og vegna þess að skýr krafa hafi borist frá sóknarnefnd Selfosskirkju um að Gunnar snúi ekki aftur, hafi biskup því ákveðið að gera Gunnar að sérþjónustupresti út skipunartíma sinn, til 31. maí 2012. Í starfinu felist verkefni á vegum Helgisiðastofu og önnur tilfallandi verkefni og hann geti sinnt því heiman frá sér. Gunnar hefur hins vegar lýst því yfir að hann hyggist hafa ákvörðun biskups að engu. Gunnari er þó ekki stætt á því að hunsa ákvörðunina, að sögn Gests Jónssonar, lögfræðings Biskupsstofu. Ákvörðunin sé meðal annars byggð á 36. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem segir að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti flutt hann í annað embætti heyri þau bæði undir stjórnvaldið. „Hann getur hins vegar borið það upp við dómstóla eins og aðrir hafi hann einhverjar efasemdir um heimildirnar,“ segir Gestur. Tíu prestar rituðu biskupi bréf í september til stuðnings séra Gunnari. Í bréfinu er áhyggjum lýst af þróun málsins, það sé hættulegt fordæmi þegar dómar Hæstaréttar eru sniðgengnir og það sendi vond skilaboð út í íslenskt samfélag. Taki Gunnar ekki aftur við starfi sínu á Selfossi skapist alvarleg fordæmi sem geti orðið hættulegt öllum starfsmönnum kirkjunnar. „Nægjanlegt sé að kæra starfsmann, þar þurfi engar hefðbundnar reglur samfélagsins að gilda. Þar sé starfsfólk, sem ekki hafi þau mannréttindi að hægt sé að sýkna það.“ Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Vel á annað hundrað manns mætti á opinn fund sem séra Gunnar Björnsson og stuðningsmenn hans stóðu fyrir á Selfossi í gærkvöldi. Fundurinn hófst með því að gestir sungu saman lagið Fyrr var oft í koti kátt, og voru fundargestir í kjölfarið hvattir til að tjá hug sinn allan. Tilefni fundarins var mál séra Gunnars, en biskup tilkynnti honum bréfleiðis í vikunni að til stæði að færa hann til í starfi. Biskup segir í bréfinu að sér sé vel ljóst að séra Gunnar hafi verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot. „Þrátt fyrir þá niðurstöðu er einsýnt af öllum atvikum að djúpstæður og alvarlegur trúnaðarbrestur hefur myndast milli yðar og þeirra sem fara með málefni safnaðarins,“ segir í bréfinu. „Slíkur trúnaðarbrestur milli sóknarprests og sóknarnefndar veldur því að kirkjulegu starfi í söfnuðinum verður ekki unnt að sinna með eðlilegum hætti ef þér komið til starfa að nýju og einingu innan sóknarinnar yrði beinlínis búin hætta af.“ Sú skylda hvíli á herðum biskups að beita sér fyrir lausn ágreiningsefna, og vegna þess að skýr krafa hafi borist frá sóknarnefnd Selfosskirkju um að Gunnar snúi ekki aftur, hafi biskup því ákveðið að gera Gunnar að sérþjónustupresti út skipunartíma sinn, til 31. maí 2012. Í starfinu felist verkefni á vegum Helgisiðastofu og önnur tilfallandi verkefni og hann geti sinnt því heiman frá sér. Gunnar hefur hins vegar lýst því yfir að hann hyggist hafa ákvörðun biskups að engu. Gunnari er þó ekki stætt á því að hunsa ákvörðunina, að sögn Gests Jónssonar, lögfræðings Biskupsstofu. Ákvörðunin sé meðal annars byggð á 36. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem segir að stjórnvald sem skipað hefur mann í embætti geti flutt hann í annað embætti heyri þau bæði undir stjórnvaldið. „Hann getur hins vegar borið það upp við dómstóla eins og aðrir hafi hann einhverjar efasemdir um heimildirnar,“ segir Gestur. Tíu prestar rituðu biskupi bréf í september til stuðnings séra Gunnari. Í bréfinu er áhyggjum lýst af þróun málsins, það sé hættulegt fordæmi þegar dómar Hæstaréttar eru sniðgengnir og það sendi vond skilaboð út í íslenskt samfélag. Taki Gunnar ekki aftur við starfi sínu á Selfossi skapist alvarleg fordæmi sem geti orðið hættulegt öllum starfsmönnum kirkjunnar. „Nægjanlegt sé að kæra starfsmann, þar þurfi engar hefðbundnar reglur samfélagsins að gilda. Þar sé starfsfólk, sem ekki hafi þau mannréttindi að hægt sé að sýkna það.“
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira