Woods: Heiðarleiki og íþróttamennska skilja golfið frá öðrum íþróttum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 6. júní 2009 15:45 Virðing er Woods mikilvæg. Hér er hann á leik Lakers og Orlando á fimmtudaginn. Nordicphotos/GettyImages Tiger Woods er uppalinn í Los Angeles og er mikill áhugamaður um körfubolta. Golfarinn gagnrýndi LeBron James óbeint nýverið í viðtali þar sem hann segir íþróttamennskuna skilja golfið frá öðrum íþróttum. James gekk sem kunnugt er beint af velli eftir tap Cleveland gegn Orlando í úrslitum Austurdeildarinnar og neitaði að taka í hendur mótherjanna. Hann mætti heldur ekki á blaðamannafund eftir leik og fékk þriggja milljón króna sekt fyrir vikið. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og Woods hefur sagt sína skoðun. „Það tíðkast ekki alls staðar að menn takast í hendur að leik loknum. Í NFL (innsk, ruðningur) fara margir beint af velli en til að mynda í NHL (innsk. íshokkí) raða sér allir upp og takast í hendur. " "Í golfi taka allir húfurnar sínar að ofan og taka í spaðann á öðrum eftir hringina. Golf er þekkt fyrir heiðarleika sinn og íþróttamennsku. Stundum viðurkennum við eigin brot á reglum. Það gerist ekki í NFL-deildinni að einhver rétti upp hendi og segist hafa haldið einhverjum og biðji um víti á sjálfan sig," sagði Woods. „Þetta er það sem skilur golfið frá öðrum íþróttum. Hefðin fyrir íþróttamennsku, að taka húfuna að ofan, horfa í augu mótherjans og hrósa honum fyrir hringinn," segir Woods.Sjá einnig:LeBron James sektaður um þrjár milljónirLeBron tjáir sig loksinsLeBron talaði ekki við neinn eftir tapið í nótt Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger Woods er uppalinn í Los Angeles og er mikill áhugamaður um körfubolta. Golfarinn gagnrýndi LeBron James óbeint nýverið í viðtali þar sem hann segir íþróttamennskuna skilja golfið frá öðrum íþróttum. James gekk sem kunnugt er beint af velli eftir tap Cleveland gegn Orlando í úrslitum Austurdeildarinnar og neitaði að taka í hendur mótherjanna. Hann mætti heldur ekki á blaðamannafund eftir leik og fékk þriggja milljón króna sekt fyrir vikið. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og Woods hefur sagt sína skoðun. „Það tíðkast ekki alls staðar að menn takast í hendur að leik loknum. Í NFL (innsk, ruðningur) fara margir beint af velli en til að mynda í NHL (innsk. íshokkí) raða sér allir upp og takast í hendur. " "Í golfi taka allir húfurnar sínar að ofan og taka í spaðann á öðrum eftir hringina. Golf er þekkt fyrir heiðarleika sinn og íþróttamennsku. Stundum viðurkennum við eigin brot á reglum. Það gerist ekki í NFL-deildinni að einhver rétti upp hendi og segist hafa haldið einhverjum og biðji um víti á sjálfan sig," sagði Woods. „Þetta er það sem skilur golfið frá öðrum íþróttum. Hefðin fyrir íþróttamennsku, að taka húfuna að ofan, horfa í augu mótherjans og hrósa honum fyrir hringinn," segir Woods.Sjá einnig:LeBron James sektaður um þrjár milljónirLeBron tjáir sig loksinsLeBron talaði ekki við neinn eftir tapið í nótt
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira