Formúla 1

Brawn setur stein í götu Buttons

Button varð meistari með Brawn, en hefur yfirgefið liðið.
Button varð meistari með Brawn, en hefur yfirgefið liðið. Mynd: Getty Images

Yfirmenn Brawn liðsins sem Jenson Button ók með og tryggði sér meistaratitilinn með á árinu ætla ekki að liðka fyrir honum vegna framtíðarstarfa hjá McLaren liðinu.

Hefð er fyrir því að keppnislið leyfi fyrrum ökumönnum að hefja störf fyrir ný lið áður en samningstímanum lýkur. Button er með samning við Brawn til 31. desember, en Nick Fry annar yfirmaður liðsins segir að Brawn muni ekki liðsinna honum á neinn hátt. Fry þykir Button hafa sýnt liðinu vanvirðingu í samningamálum og ekki komið hreint fram við liðið.

"Button fær ekki leyfi okkar til að hefja störf fyrir McLaren fyrr en ella. Hann er samningsbundinn okkur og við munum líta alvarlegum augum ef hann brýtur samkomulagið með einhverri vinnu með McLaren á þessu ári", segir Fry.

"Við erum ekki sáttir við hvernig hann stóð að samningamálum við okkur og munum framfylgja því að hann virði þann samning sem er í gangi við Brawn út þetta keppnistímabil."

Sjá meira








Fleiri fréttir

Sjá meira


×