Formúla 1

Button býst við spennandi endasprett

Jenson Button býst við háspennu á nýrri braut í Abu Dhabi.
Jenson Button býst við háspennu á nýrri braut í Abu Dhabi. mynd: kappakstur.is

Heimsmeistarinn Jenson Button er mættur til Abu Dhabi þar sem fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram á nýsmíðaðri braut um helgina. Hann segist vilja enda mótið með toppárangri, en hann tryggði sér titilinn í síðustu keppni.

"Það er frábært að mæta með titilinn í veganesti í lokamótið og ég get verið afslappaðri en ella. Við viljum ljúka tímabilinu með sóma og ná toppárangri á nýrri braut", sagði Button.

"Það er alltaf gaman að mæta á nýjan mótsstað og Yas Marina brautin er mjög óvenjuleg í alla staði. Þá hefst hún í dagsbirtu og lýkur í myrki. Það skapar sérstakt andrúmsloft. Ég er sannfærður um að mótið verður spennandi endasprettur á skemmtilegu keppnistímabili", sagði Button.

Lið hans vann bæði titil bílsmiða og ökumanna í samstarfi við Mercedes, en Button er í samningaviðræðum við Brawn og einnig McLaren. Brawn þykir þó líklegri kostur, en Button vill launahækkun vegna titilsins og eftir að hafa tekið á sig launalækkun í upphafi tímabilsins.

Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×