
Tökum upp Bandaríkjadal
Vandi þjóðarinnar er ærinn og þarfnast úrlausnar strax. Fyrirtækin geta ekki þrifist til lengdar undir oki gjaldeyrishafta og erfitt er fyrir ný fyrirtæki að hasla sér völl við þær aðstæður. Vandinn vex með hverjum degi sem núverandi ástand varir. Yrði afráðið að taka upp evru með aðild að myntbandalagi Evrópu þyrfti að uppfylla svokölluð Maastricht-skilyrði sem kveða á um ýmis atriði, sem snerta til dæmis skuldastöðu hins opinbera, fjárlagahalla og vaxtastig. Á næstu árum á Íslandi verður mjög erfitt eða ómögulegt að uppfylla þau skilyrði, og því myndi evran langt því frá leysa þann vanda sem nú steðjar að íslenska hagkerfinu. Haftakrónan mun leiða íslenska þjóð langt aftur í tímann áður en upptaka evru væri möguleg með aðild að myntbandalagi Evrópu. Þetta þurfum við að horfast í augu við.
AGS og upptaka BandaríkjadalsStjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna samþykkti í vikunni ályktun þess efnis að nú þegar verði hafið samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að taka upp Bandaríkjadal í viðskiptum á Íslandi. Nýleg dæmi eru þess efnis að sjóðurinn hafi aðstoðað þjóðir við slíkar aðgerðir - hví ætti hann ekki að hjálpa Íslandi? Í kvöldfréttum sjónvarps í liðinni viku sagðist fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa lagt nokkrar leiðir til við íslensk stjórnvöld til að bæta úr stöðunni sem upp væri komin vegna hriplekra gjaldeyrishafta. Áhugavert væri að vita hvað fastafulltrúinn hafði í huga annað en hert höft, sem gera notkun á íslensku krónunni nánast óheimila.
Tvöfalt gengiNýsamþykkt gjaldeyrishöft, sem meðal annars banna útflytjendum að kaupa krónur í erlendum bönkum til heimflutnings, undirstrika hversu vonlaus staðan í gjaldeyrismálum Íslandi er. Á meðan gengi gjaldmiðilsins fær ekki að ráðast á markaði munu stjórnvöld þurfa að grípa til sífellt harðari aðgerða til þess að verja gervigengið í Seðlabankanum. Þær aðgerðir fela annars vegar í sér höft og hins vegar fjárútlát, vegna þess að Seðlabankinn þarf að niðurgreiða íslensku krónuna á innlendum markaði til að halda genginu of háu. Krónan er síðan skráð mun lægra erlendis. Mismunurinn sem verður til milli þessara tveggja fölsku gengisskráninga er síðan sóun eða tjón.
100 þúsund á mannSamkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands hefur gjaldeyrisforði hans skroppið umtalsvert saman á síðustu mánuðum. Stærstur hluti þeirrar minnkunar er vegna styrkingar krónunnar samkvæmt útreikningum Seðlabankans. En sé leiðrétt fyrir gengisstyrkingunni má áætla að Seðlabankinn noti 2-4 milljarða á mánuði í að kaupa krónur. Haldi þetta út heilt ár lætur nærri að kostnaðurinn við þessar æfingar nemi á bilinu 100-150 þúsund krónur á hvern Íslending. Þá má geta þess til samanburðar að tekjuskattshækkanatillögur VG myndu skila 4-7 milljörðum á ári í ríkiskassann og myndu því duga í tvo til þrjá mánuði til þess að halda gervigenginu uppi.
Upptaka Bandaríkjadals á Íslandi gæti lagt grundvöll að endurreisn landsins án þess dragbíts sem haftakrónan er. Dalurinn myndi leysa gjaldeyrisvandamálið strax, en ekki eftir nokkur ár eins og innganga í myntbandalag Evrópu myndi gera. Ennfremur er ljóst að afnám haftakrónunnar og upptaka Bandaríkjadals gera Íslandi auðveldara að uppfylla Maastricht-skilyrðin og ætti þessi leið því að vera fagnaðarefni fyrir þá sem hafa áhuga á því að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Skoðun

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar