Handbolti

Einar: Verður maður ekki að vera sáttur með sigur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Einar Jónsson.
Einar Jónsson. Mynd/Anton

Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, var langt frá því að vera í skýjunum þrátt fyrir 27-30 sigur liðs síns gegn tyrkneska liðinu Anadolu University í 32-liða úrslitum Challenge Cup í Tyrklandi í dag.

Einar var vitanlega sáttur með sigurinn en segir Framliðið geta gert miklu betur.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja, en verður maður ekki að vera sáttur með sigur? Það verður hins vegar að segjast eins og er að við vorum ekki að spila nægilega vel. Við vorum með fjögurra til fimm marka forystu allan leikinn og því er þriggja marka forskot fyrir seinni leikinn rýr uppskera.

Við þurfum bara að hysja upp um okkur og klára þetta með góðum leik á morgun," segir Einar ákveðinn en seinni leikur liðanna á morgun hefst kl. 12 að íslenskum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×