Fótbolti

Helgi Valur og félagar á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Valur í leik í sænsku deildinni.
Helgi Valur í leik í sænsku deildinni.

Helgi Valur Daníelsson og félagar í Elfsborg tylltu sér á kvöld á topp sænsku úrvalsdeildarinnar með 3-2 sigri á Hammarby á útivelli.

Helgi Valur lék allan leikinn í liði Elfsborg en IFK Gautaborg getur endurheimt toppsætið á morgun er liðið mætir Helsingborg.

Í Danmörku tapaði SönderjyskE fyrir Álaborg, 1-0, á útivelli. Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn fyrir SönderjyskE sem er í tíunda sæti deildarinnar eftir fimm umferðir.

Pálmi Rafn Pálmason var í byrjunarliði Stabæk sem gerði markalaust janftefli við Tromsö á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í dag. Pálmi Rafn var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik.

Stabæk er í fjórða sætinu í Noregi, sextán stigum á eftir toppliði Rosenborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×