Barrichello sár að tapa fyrir Button 10. maí 2009 20:50 Fögnuður á verðlaunapallinum í Barcelona í dag Mynd: Getty Images Rubens Barrichello var svekktur að tapa fyrir liðsfélaga sínum Jenson Button í Formúlu 1 mótinu í Barcelona í dag. Brawn liðið breytti keppnisáætlun sinni, þannig að Button stóð uppi sem sigurvegari í stað Barrichello sem hafði náð forystu. Barrichello upplifði slíkt oftsinnis þegar hann var liðsfélagi Michael Schumacher hjá Ferrari, það að tapa móti þó hann næði forystu. Schumacher var kóngurinn. Ross Brawn eigandi Brawn liðsins var þá yfirmaður herfræði hjá Ferrari. Brawn sagði í dag að það hefði ekki verið vísvitandi breytt um áætlun hjá Barrichello svo hann tapaði fyrir Button. Barrichello hefði einfaldlega ekki náð að halda uppi sama hraða og Button undir lok mótsins. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello í stigakeppni ökumanna. Mátti berlega heyra eftir keppnina í dag að hann var sár og svekktur. "Ég var hissa þegar skipt var um keppnisáætlun hjá Button og ég náði svo ekki að halda uppi sama hraða eftir eitt þjónustuhléið. Ég var heppinn að halda bílnum inn á brautinni og það var í raun léttir að komast í endamark í öðru sæti. Vissulega er ég svekktur að vinna ekki, ég hélt ég væri kominn með þetta í hendurnar eftir ræsinguna", sagði Barrichello. Hann komst framúr Button og Sebastain Vettel í ræsingunni, en náði ekki að fylgja því eftir. Sjá nánar um mótið Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Rubens Barrichello var svekktur að tapa fyrir liðsfélaga sínum Jenson Button í Formúlu 1 mótinu í Barcelona í dag. Brawn liðið breytti keppnisáætlun sinni, þannig að Button stóð uppi sem sigurvegari í stað Barrichello sem hafði náð forystu. Barrichello upplifði slíkt oftsinnis þegar hann var liðsfélagi Michael Schumacher hjá Ferrari, það að tapa móti þó hann næði forystu. Schumacher var kóngurinn. Ross Brawn eigandi Brawn liðsins var þá yfirmaður herfræði hjá Ferrari. Brawn sagði í dag að það hefði ekki verið vísvitandi breytt um áætlun hjá Barrichello svo hann tapaði fyrir Button. Barrichello hefði einfaldlega ekki náð að halda uppi sama hraða og Button undir lok mótsins. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello í stigakeppni ökumanna. Mátti berlega heyra eftir keppnina í dag að hann var sár og svekktur. "Ég var hissa þegar skipt var um keppnisáætlun hjá Button og ég náði svo ekki að halda uppi sama hraða eftir eitt þjónustuhléið. Ég var heppinn að halda bílnum inn á brautinni og það var í raun léttir að komast í endamark í öðru sæti. Vissulega er ég svekktur að vinna ekki, ég hélt ég væri kominn með þetta í hendurnar eftir ræsinguna", sagði Barrichello. Hann komst framúr Button og Sebastain Vettel í ræsingunni, en náði ekki að fylgja því eftir. Sjá nánar um mótið
Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira