Sport

Er Cleverly hinn nýji Calzaghe?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nathan Cleverly.
Nathan Cleverly. Nordic photos/AFP

Hnefaleikaungstirnið Nathan Cleverly frá Wales hefur þegar fengið stimpilinn á sig sem hinn nýji Joe Calzaghe þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall.

Samanburðurinn er þó langt frá því að vera úr lausu lofti gripinn enda þjáfaði Enzo Calzaghe, pabbi Joe, Cleverly lengi vel og strákurinn var þá oft notaður sem æfingar mótherji fyrir Joe.

Cleverly á vitanlega langt í land með að varpa skugga á arfleið Calzaghe sem er lifandi goðsögn í hnefaleikaheiminum en Calaghe ákvað sem kunnugt er að hætta í febrúar síðastliðnum, þá ósigraður í öllum 46 bardögum sínum á ferlinum.

Cleverly getur þó státað af því að hafa unnið breska titilinn í hnefaleikum fyrr á ferlinum en Calzaghe en Cleverly var aðeins 21 árs þegar hann var krýndur breskur meistari í léttþungavigt en Calzaghe var 23 ára þegar hann vann titilinn á sínum tíma.





Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×